Eins og hnefaleikakappi klár í slaginn með sigurvindilinn kláran Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 8. september 2018 08:00 Erik Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn í dag. vísir/arnar halldórsson Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Erik Hamrén, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, stýrir strákunum okkar í fyrsta sinn í dag þegar að íslenska liðið mætir því svissneska í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þetta er fyrsti leikur liðanna í nýju Þjóðadeildinni en auk Íslands og Sviss er Belgía einnig í riðlinum. Okkar menn ferðast heim eftir leikinn í dag og mæta Belgum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Hamrén fékk aðeins 16 daga til að velja sinn fyrsta landsliðshóp og hefur nú stýrt æfingum í eina viku fyrir þennan fyrsta leik sem er mótsleikur í nýrri keppni. „Mér líður rosalega vel. Ég hlakka til leiksins og ég finn fyrir spennu í líkanum. Fyrsti leikurinn er alltaf svona spennandi og sérstaklega þar sem að þetta er mótsleikur,“ segir Hamrén í viðtali við Guðmund Benediktsson en greinir hann spennu í hópnum? „Ég þekki leikmennina ekki svo vel að ég geti sagt til um það. Æfingarnar hafa verið góðar og auðvitað vilja leikmennirnir sýna sig fyrir mér. Ég veit ekki hvort að þeir eru stressaðir en ég held ekki því að þetta eru reynslumiklir strákar. Kannski eru sumir af þessum nýju örlítið stressaðir.“Hamrén er bjartsýnn á góð úrslit í dag en hann segist þurfa að vera jákvæður fyrir þessu nýja og spennandi verkefni. „Ég er alltaf jákvæður eins og hnefaleikakappi á leið inn í hringinn. Ég held alltaf að við getum unnið. Hnefaleikakappar þurfa að vera jákvæðir en við verðum að vera raunsæir. Þetta verður erfitt en við verðum að trúa því að við eigum séns. Ef maður trúir ekki verður allt miklu erfiðara,“ segir hann. Hamrén hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið en svona er lífið sem landsliðsþjálfari. „Þjálfari segir alltaf að hann þurfi á fleiri dögum og vikum á að halda til að undirbúa sig. En svona er staðan núna og þessir fáu æfingadagar er það eina sem ég er óánægður með. Svona er fótboltinn og svo eru mikil meiðsli í hópnum. Það var fyrst í gær sem að við gátum æft með tvö ellefu manna liða. Í heildina hef ég samt verið ánægður,“ segir Hamrén sem er klár í að fagna ef sigur vinnst í kvöld. „Ef við fáum þrjú stig fæ ég mér vindil,“ segir Erik Hamrén. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Fyrirliði íslenska landsliðsins er meiddur og því ber Gylfi Þór bandið á móti Sviss. 8. september 2018 06:00