Sjáðu mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 10:00 Dagurinn gæti endað illa fyrir Jürgen Klopp. Vísir/Getty Liverpool fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en það hjálpar liðinu ekki mikið þegar kemur að styrkleikaröðun fyrir Meistaradeildardráttinn seinna í dag. Liverpool er í þriðja styrkleikaflokki og fær því tvö mjög sterk lið í sinn riðil. Það eru síðan aðeins tvö lið úr hverjum riðli sem komast í sextán liða úrslit keppninnar.Liverpool may be in for a tough draw... pic.twitter.com/eUlSw0QDpC — ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2018 Síðasta tímabil var aðeins annað Meistaradeildatímabil Liverpool á síðustu átta árum og það er aðalástæðan af hverju lærisveinar Jürgen Klopp fengu ekki meiri ást í styrkleikaröðuninni. Það munaði samt mjög litlu á Liverpool og ítalska liðinu Roma sem rétt slapp inn í annan styrkleikaflokk. Manchester City er í fyrsta styrkleikaflokki og hin tvö ensku liðin, Manchester United og Tottenham, eru síðan í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þetta þýðir að það er ekki erfitt að setja saman mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni.Manchester City, Tottenham, Manchester United and Liverpool will find out their Champions League groups today. More: https://t.co/qMl10xMfN6pic.twitter.com/psgL91ecos — Sky Sports Football (@SkyFootball) August 30, 2018 Liverpool gæti nefnilega lent í riðli með spænska liðinu Real Madrid, þýska liðinu Borussia Dortmund og ítalska liðinu Internazionale Milan. Annar mögulegur martraðarriðill væri riðill með Barcelona, Napoli og Hoffenheim. Liverpool gæti reyndar líka lent í riðli með Lokomotiv Moskvu, Benfica og Young Boys og það er talsverður styrkleikamunur á þessum tveimur riðlum. Fyrirfram má búast við því að erfiðustu mögulegu mótherjarnir í öðrum styrkleikaflokki séu Borussia Dortmund, Napoli og Roma. Léttasti riðill Liverpool ætti að vera riðill með Lokomotiv Moskvu, Shaktar Donetsk og AEK Aþenu.Safe to say Liverpool fans wouldn’t be too happy with this! City & Shakhtar playing against each other for a change... The official draw is tomorrow! pic.twitter.com/wSbmbKOOXf — Footy Accumulators (@FootyAccums) August 29, 2018 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Liverpool fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en það hjálpar liðinu ekki mikið þegar kemur að styrkleikaröðun fyrir Meistaradeildardráttinn seinna í dag. Liverpool er í þriðja styrkleikaflokki og fær því tvö mjög sterk lið í sinn riðil. Það eru síðan aðeins tvö lið úr hverjum riðli sem komast í sextán liða úrslit keppninnar.Liverpool may be in for a tough draw... pic.twitter.com/eUlSw0QDpC — ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2018 Síðasta tímabil var aðeins annað Meistaradeildatímabil Liverpool á síðustu átta árum og það er aðalástæðan af hverju lærisveinar Jürgen Klopp fengu ekki meiri ást í styrkleikaröðuninni. Það munaði samt mjög litlu á Liverpool og ítalska liðinu Roma sem rétt slapp inn í annan styrkleikaflokk. Manchester City er í fyrsta styrkleikaflokki og hin tvö ensku liðin, Manchester United og Tottenham, eru síðan í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þetta þýðir að það er ekki erfitt að setja saman mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni.Manchester City, Tottenham, Manchester United and Liverpool will find out their Champions League groups today. More: https://t.co/qMl10xMfN6pic.twitter.com/psgL91ecos — Sky Sports Football (@SkyFootball) August 30, 2018 Liverpool gæti nefnilega lent í riðli með spænska liðinu Real Madrid, þýska liðinu Borussia Dortmund og ítalska liðinu Internazionale Milan. Annar mögulegur martraðarriðill væri riðill með Barcelona, Napoli og Hoffenheim. Liverpool gæti reyndar líka lent í riðli með Lokomotiv Moskvu, Benfica og Young Boys og það er talsverður styrkleikamunur á þessum tveimur riðlum. Fyrirfram má búast við því að erfiðustu mögulegu mótherjarnir í öðrum styrkleikaflokki séu Borussia Dortmund, Napoli og Roma. Léttasti riðill Liverpool ætti að vera riðill með Lokomotiv Moskvu, Shaktar Donetsk og AEK Aþenu.Safe to say Liverpool fans wouldn’t be too happy with this! City & Shakhtar playing against each other for a change... The official draw is tomorrow! pic.twitter.com/wSbmbKOOXf — Footy Accumulators (@FootyAccums) August 29, 2018
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira