Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð í blokk í Vesturbænum. Eignin er 90 fermetrar að stærð í húsi sem byggt var árið 1957. Fasteignamat íbúðarinnar er um fjörutíu milljónir.
Tvær stofur eru í íbúðinni og eitt svefnherbergi. Parið tók eldhúsið í nefið á síðasta ári og er það svo gott sem nýtt.
„Við viljum bara stækka aðeins við okkur,“ segir Atli Fannar í samtali við Vísi og bætir við: „Og viljum helst ekki fara úr Vesturbænum, enda með kaffihús, kjörbúð, sundlaug, Ísbúð og bráðum hamborgarastað í göngufæri.“
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.






