Krónan og íbúðir í stað N1 við Ægisíðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 20:00 Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira