Vín kneyfað og veipað í unglingaþætti RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Vín og veip á RÚV. Dagskrárstjóri segir þetta hafa verið mistök. Skjáskot/RÚV.is „Þetta er mjög óæskilegt, þegar fyrirmyndir sem þessar eru veipandi og drekkandi fyrir framan fólk,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, um áfengis- og nikótínneyslu í þætti RÚV ætluðum unglingum. Þátturinn sem um ræðir heitir Rabbabari og er í umsjón Atla Más Steinarssonar og Björns Vals Pálssonar og er hluti af RÚV núll sem sett var í loftið fyrr á þessu ári. Samkvæmt kynningum á RÚV núll að höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Í nýjasta þætti Rabbabara er rapparinn Flóni tekinn tali og honum fylgt eftir, meðal annars baksviðs á tónleikum. Í einu innslagi má sjá viðmælandann halda á vínflösku í hvorri hönd og kneyfa áfengið. Síðar í sama þætti má svo sjá Atla Má og Flóna á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og Atla Má taka sér rafrettu í hönd og svæla hana af áfergju í miðju viðtali.Í þættinum sést rapparinn Flóni teygja áfengi.SkjáskotBaldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá Ríkisútvarpinu, segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá því að sýna áfengisneysluna. „Um leið og RÚV núll mun aldrei hvetja til neyslu verður ekki hjá því komist að fjalla um þessi mál. Í Rabbabaraþáttunum fjallar tónlistarfólk á opinskáan hátt um lífsreynslu sína, meðal annars neyslu áfengis. Í gegnum söguna hefur slík umfjöllun ávallt verið umdeild og þá með tilvísun í möguleg áhrif á yngri kynslóðir. Í þessu tilfelli er um að ræða svipmyndir frá útgáfutónleikum á stað með vínveitingaleyfi. Í þeim senum sem teknar eru upp á staðnum má því sjá fólk neyta áfengis og illmögulegt að komast alfarið hjá því að sýna það.“ Árni telur að umrætt innslag hafi verið óþarft.Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.„Þetta er flott viðtal við ungan og efnilegan poppara. Það hefði miklu frekar verið hægt að hafa myndir frá tónleikunum sjálfum. Svo finnst manni mjög sérkennilegt að þáttarstjórnendur eru veipandi. Allt svona finnst manni bara sjoppulegt og ekki gott hjá fjölmiðli sem á að vera fremstur í því sem varðar ábyrgð og að virða réttindi barna og ungmenna,“ segir Árni og bendir á að mikil normalísering eigi sér stað gagnvart rafrettum og hörð markaðsvæðing gagnvart ungmennum, sem sé sorglegt. Varðandi reykingar þáttarstjórnandans viðurkennir Baldvin að mistök hafi verið gerð. „Við yfirferð misfórst að vekja athygli á þessu skoti en um leið og ábending barst var sett af stað vinna við að taka það út úr öllum okkar miðlum. Við fögnum öllum ábendingum um okkar dagskrárefni.“Baldvin Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Þetta er mjög óæskilegt, þegar fyrirmyndir sem þessar eru veipandi og drekkandi fyrir framan fólk,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, um áfengis- og nikótínneyslu í þætti RÚV ætluðum unglingum. Þátturinn sem um ræðir heitir Rabbabari og er í umsjón Atla Más Steinarssonar og Björns Vals Pálssonar og er hluti af RÚV núll sem sett var í loftið fyrr á þessu ári. Samkvæmt kynningum á RÚV núll að höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Í nýjasta þætti Rabbabara er rapparinn Flóni tekinn tali og honum fylgt eftir, meðal annars baksviðs á tónleikum. Í einu innslagi má sjá viðmælandann halda á vínflösku í hvorri hönd og kneyfa áfengið. Síðar í sama þætti má svo sjá Atla Má og Flóna á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og Atla Má taka sér rafrettu í hönd og svæla hana af áfergju í miðju viðtali.Í þættinum sést rapparinn Flóni teygja áfengi.SkjáskotBaldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá Ríkisútvarpinu, segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá því að sýna áfengisneysluna. „Um leið og RÚV núll mun aldrei hvetja til neyslu verður ekki hjá því komist að fjalla um þessi mál. Í Rabbabaraþáttunum fjallar tónlistarfólk á opinskáan hátt um lífsreynslu sína, meðal annars neyslu áfengis. Í gegnum söguna hefur slík umfjöllun ávallt verið umdeild og þá með tilvísun í möguleg áhrif á yngri kynslóðir. Í þessu tilfelli er um að ræða svipmyndir frá útgáfutónleikum á stað með vínveitingaleyfi. Í þeim senum sem teknar eru upp á staðnum má því sjá fólk neyta áfengis og illmögulegt að komast alfarið hjá því að sýna það.“ Árni telur að umrætt innslag hafi verið óþarft.Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.„Þetta er flott viðtal við ungan og efnilegan poppara. Það hefði miklu frekar verið hægt að hafa myndir frá tónleikunum sjálfum. Svo finnst manni mjög sérkennilegt að þáttarstjórnendur eru veipandi. Allt svona finnst manni bara sjoppulegt og ekki gott hjá fjölmiðli sem á að vera fremstur í því sem varðar ábyrgð og að virða réttindi barna og ungmenna,“ segir Árni og bendir á að mikil normalísering eigi sér stað gagnvart rafrettum og hörð markaðsvæðing gagnvart ungmennum, sem sé sorglegt. Varðandi reykingar þáttarstjórnandans viðurkennir Baldvin að mistök hafi verið gerð. „Við yfirferð misfórst að vekja athygli á þessu skoti en um leið og ábending barst var sett af stað vinna við að taka það út úr öllum okkar miðlum. Við fögnum öllum ábendingum um okkar dagskrárefni.“Baldvin Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent