Höfundur Simpsons-þáttanna áréttar að Michael Jackson ljáði persónu rödd sína Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 10:18 Michael Jackson vísir/getty Höfundur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hefur áréttað í eitt skipti fyrir öll að konungur poppsins, Michael Jackson, ljáði í raun og veru karakter í þáttunum rödd sína. Um er að ræða þáttinn Stark Raving Dad þar sem Homer Simpson endar á stofnun fyrir geðsjúka og hittir þar fyrir Leon Kompowsky sem hélt því fram að hann væri Michael Jackson.Þegar listinn yfir leikara sem talsettu þáttinn var birtir var John Jay Smith sagður maðurinn á bak við rödd Kompowsky en Matt Groening, höfundur The Simpsons, sagði í ástralska þættinum The Weekly að þetta hefði í raun og veru verið Michael Jackson. Groening segist hafa fengið símtal frá Michael Jackson um miðja nótt en hélt að um hrekk væri að ræða. Það kom hins vegar í ljós að þetta var tónlistarmaðurinn sjálfur sem sagðist elska Bart Simpson og vildi fá að vera með. „Hann léði rödd sína en vildi ekki að minnst yrði á það. Það tengdist einhverju samkomulagi við útgefanda hans,“ segir Groening.Þegar kom að því að syngja lögin þurfti að fá söngvara sem gat hermt eftir Jackson. „Og Jackson stóð og fylgdist með söngvaranum sem var svo stressaður. Hann varð að hljóma eins og Jackson.“ Söngvarinn sem um ræðir er gítarleikari að nafni Kipp Lennon sem endurtók leikinn í Hollywood Bowl árið 2014 þegar hann flutti lagið Happy Birthday Lisa. Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Höfundur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hefur áréttað í eitt skipti fyrir öll að konungur poppsins, Michael Jackson, ljáði í raun og veru karakter í þáttunum rödd sína. Um er að ræða þáttinn Stark Raving Dad þar sem Homer Simpson endar á stofnun fyrir geðsjúka og hittir þar fyrir Leon Kompowsky sem hélt því fram að hann væri Michael Jackson.Þegar listinn yfir leikara sem talsettu þáttinn var birtir var John Jay Smith sagður maðurinn á bak við rödd Kompowsky en Matt Groening, höfundur The Simpsons, sagði í ástralska þættinum The Weekly að þetta hefði í raun og veru verið Michael Jackson. Groening segist hafa fengið símtal frá Michael Jackson um miðja nótt en hélt að um hrekk væri að ræða. Það kom hins vegar í ljós að þetta var tónlistarmaðurinn sjálfur sem sagðist elska Bart Simpson og vildi fá að vera með. „Hann léði rödd sína en vildi ekki að minnst yrði á það. Það tengdist einhverju samkomulagi við útgefanda hans,“ segir Groening.Þegar kom að því að syngja lögin þurfti að fá söngvara sem gat hermt eftir Jackson. „Og Jackson stóð og fylgdist með söngvaranum sem var svo stressaður. Hann varð að hljóma eins og Jackson.“ Söngvarinn sem um ræðir er gítarleikari að nafni Kipp Lennon sem endurtók leikinn í Hollywood Bowl árið 2014 þegar hann flutti lagið Happy Birthday Lisa.
Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira