Höfundur Simpsons-þáttanna áréttar að Michael Jackson ljáði persónu rödd sína Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 10:18 Michael Jackson vísir/getty Höfundur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hefur áréttað í eitt skipti fyrir öll að konungur poppsins, Michael Jackson, ljáði í raun og veru karakter í þáttunum rödd sína. Um er að ræða þáttinn Stark Raving Dad þar sem Homer Simpson endar á stofnun fyrir geðsjúka og hittir þar fyrir Leon Kompowsky sem hélt því fram að hann væri Michael Jackson.Þegar listinn yfir leikara sem talsettu þáttinn var birtir var John Jay Smith sagður maðurinn á bak við rödd Kompowsky en Matt Groening, höfundur The Simpsons, sagði í ástralska þættinum The Weekly að þetta hefði í raun og veru verið Michael Jackson. Groening segist hafa fengið símtal frá Michael Jackson um miðja nótt en hélt að um hrekk væri að ræða. Það kom hins vegar í ljós að þetta var tónlistarmaðurinn sjálfur sem sagðist elska Bart Simpson og vildi fá að vera með. „Hann léði rödd sína en vildi ekki að minnst yrði á það. Það tengdist einhverju samkomulagi við útgefanda hans,“ segir Groening.Þegar kom að því að syngja lögin þurfti að fá söngvara sem gat hermt eftir Jackson. „Og Jackson stóð og fylgdist með söngvaranum sem var svo stressaður. Hann varð að hljóma eins og Jackson.“ Söngvarinn sem um ræðir er gítarleikari að nafni Kipp Lennon sem endurtók leikinn í Hollywood Bowl árið 2014 þegar hann flutti lagið Happy Birthday Lisa. Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Höfundur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hefur áréttað í eitt skipti fyrir öll að konungur poppsins, Michael Jackson, ljáði í raun og veru karakter í þáttunum rödd sína. Um er að ræða þáttinn Stark Raving Dad þar sem Homer Simpson endar á stofnun fyrir geðsjúka og hittir þar fyrir Leon Kompowsky sem hélt því fram að hann væri Michael Jackson.Þegar listinn yfir leikara sem talsettu þáttinn var birtir var John Jay Smith sagður maðurinn á bak við rödd Kompowsky en Matt Groening, höfundur The Simpsons, sagði í ástralska þættinum The Weekly að þetta hefði í raun og veru verið Michael Jackson. Groening segist hafa fengið símtal frá Michael Jackson um miðja nótt en hélt að um hrekk væri að ræða. Það kom hins vegar í ljós að þetta var tónlistarmaðurinn sjálfur sem sagðist elska Bart Simpson og vildi fá að vera með. „Hann léði rödd sína en vildi ekki að minnst yrði á það. Það tengdist einhverju samkomulagi við útgefanda hans,“ segir Groening.Þegar kom að því að syngja lögin þurfti að fá söngvara sem gat hermt eftir Jackson. „Og Jackson stóð og fylgdist með söngvaranum sem var svo stressaður. Hann varð að hljóma eins og Jackson.“ Söngvarinn sem um ræðir er gítarleikari að nafni Kipp Lennon sem endurtók leikinn í Hollywood Bowl árið 2014 þegar hann flutti lagið Happy Birthday Lisa.
Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein