Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2018 19:00 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum. Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57
Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15