Eysteinn Húni: Hrokinn sem við mætum eftir leik er með ólíkindum Gabríel Sighvatsson skrifar 31. ágúst 2018 20:00 Keflvíkingar fagna marki fyrr í sumar. vísir/bára Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, lét móðinn blása í viðtali eftir enn eitt tap Keflavíkur í sumar en í kvöld tapaði liðið fyrir Fylki. „Mér fannst þetta mjög góður leikur hjá okkur fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar, þar sem mér fannst við vera í einhverju molli. Fyrir utan það var þetta góður leikur, menn börðust eins og ljón og skiluðu sinni stöðu eins og þeir áttu að gera.“ „Mér finnst mjög fúlt að tapa á vítaspyrnudómi yfir broti sem er sleppt í 19 af hverjum 20 skiptum sem þetta kemur upp, boltinn 30 metra í loftinu.“ Eysteini fannst hans lið eiga meira skilið í leiknum og var hundfúll með dómgæsluna og segir að það hafi hallað á hans lið í allt sumar. „Ég sé vítið ekki nógu vel en ég veit að þessu er bara sleppt. Ég get sýnt þér ljósmynd úr síðasta leik þar sem leikmaður FH er með hálstak á mínum manni og dómarinn horfir beint á það, BEINT Á ÞAÐ!“ „Honum dettur ekki til hugar að dæma á það. Ef þið mynduð taka saman það sem við erum búnir að fá ósanngjarnt í sumar í dómgæslu, ég hugsa að það yrði hálfrar sekúndu myndband og það yrði einhvers staðar úti á miðjum velli. Við erum búnir að fá á okkur víti eftir víti eftir víti, brot utan teigs, menn eru að hoppa upp úr tæklingum og eitthvað slíkt,“ sagði Eysteinn. „Ég skil ekki að fyrst hann skuli dæma víti þarna að hann skuli ekki dæma það þegar Sindri (Þór Guðmundsson) er tekinn niður mjög klaufalega, ég á ekki orð yfir þetta. Hrokinn sem við mætum eftir leik er með ólíkindum. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Það virðist vera auðvelt fyrir dómara að dæma gegn Keflavík og minntist Eysteinn á það. „Ég ætla ekki að fara að kenna slæmu gengi okkar í sumar um dómgæslu en ég held líka að í öllum viðtölum sem ég tók við hef ég verið mjög jákvæður í garð dómara en þetta var bara ógeðslegt í dag! Ég skil ekki hvað maðurinn er að spá.“ „Þetta er þekkt, ég talaði við íþróttasálfræðing í síðustu viku út af öðru máli og hann sagði það, þetta er þekkt. Það er auðvelt að dæma á lið sem ekki gengur upp á. Þetta er bara ekkert mál, boltinn 30 metra uppi í lofti, beint á punktinn, ekkert mál. Hinum megin, „Naaah,“ þetta er óþolandi.“ Ég get ekki kennt dómurunum um að við erum fallnir en þeir (leikmennirnir) halda áfram að reyna. Þeir koma hingað og berjast eins og ljón og fá þetta í andlitið. Mér finnst þetta engan veginn ásættanlegt.“ Keflavík hefur ekkert að spila upp á lengur nema stoltið en Eysteinn er ekki líka ósáttur með umfjöllun fjölmiðla um liðið í sumar. „Það er ekki hægt að saka strákana um það að fallast hendur. Þeir hafa alltaf verið eins. Mér er alveg sama hvaða umfjallanir eru að segja með háði og öðru slíku að við getum ekki neitt og séum hættir. Það er bara algjört kjaftæði og drengirnir eiga heiður skilið fyrir hvernig þeir koma inn í verkefnin. Þeir eiga meira skilið en að það sé tekið af okkur stig með svona bulli.“ Það eru þrír leikir eftir á tímabilinu. Keflvíkingar eru stigalausir á heimavelli og síðasti heimaleikur þeirra er gegn Víkingum. „Svona lagað skiptir mig engu máli, við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf gert það. Stundum höfum við einfaldlega ekki haft gæðin og stundum skorum við tvö sjálfsmörk þegar við erum að spila vel. Það er lítið sem við getum gert í því nema halda áfram. Við förum í alla leiki til að vinna, líka gegn KR og Val á útivelli, því get ég lofað,“ sagði Eysteinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 │Annar sigur Fylkis í röð Fylkir er að fjarlægjast falldrauginn en liðið er nú komið með 22 stig í níunda sætið. 31. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, lét móðinn blása í viðtali eftir enn eitt tap Keflavíkur í sumar en í kvöld tapaði liðið fyrir Fylki. „Mér fannst þetta mjög góður leikur hjá okkur fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar, þar sem mér fannst við vera í einhverju molli. Fyrir utan það var þetta góður leikur, menn börðust eins og ljón og skiluðu sinni stöðu eins og þeir áttu að gera.“ „Mér finnst mjög fúlt að tapa á vítaspyrnudómi yfir broti sem er sleppt í 19 af hverjum 20 skiptum sem þetta kemur upp, boltinn 30 metra í loftinu.“ Eysteini fannst hans lið eiga meira skilið í leiknum og var hundfúll með dómgæsluna og segir að það hafi hallað á hans lið í allt sumar. „Ég sé vítið ekki nógu vel en ég veit að þessu er bara sleppt. Ég get sýnt þér ljósmynd úr síðasta leik þar sem leikmaður FH er með hálstak á mínum manni og dómarinn horfir beint á það, BEINT Á ÞAÐ!“ „Honum dettur ekki til hugar að dæma á það. Ef þið mynduð taka saman það sem við erum búnir að fá ósanngjarnt í sumar í dómgæslu, ég hugsa að það yrði hálfrar sekúndu myndband og það yrði einhvers staðar úti á miðjum velli. Við erum búnir að fá á okkur víti eftir víti eftir víti, brot utan teigs, menn eru að hoppa upp úr tæklingum og eitthvað slíkt,“ sagði Eysteinn. „Ég skil ekki að fyrst hann skuli dæma víti þarna að hann skuli ekki dæma það þegar Sindri (Þór Guðmundsson) er tekinn niður mjög klaufalega, ég á ekki orð yfir þetta. Hrokinn sem við mætum eftir leik er með ólíkindum. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Það virðist vera auðvelt fyrir dómara að dæma gegn Keflavík og minntist Eysteinn á það. „Ég ætla ekki að fara að kenna slæmu gengi okkar í sumar um dómgæslu en ég held líka að í öllum viðtölum sem ég tók við hef ég verið mjög jákvæður í garð dómara en þetta var bara ógeðslegt í dag! Ég skil ekki hvað maðurinn er að spá.“ „Þetta er þekkt, ég talaði við íþróttasálfræðing í síðustu viku út af öðru máli og hann sagði það, þetta er þekkt. Það er auðvelt að dæma á lið sem ekki gengur upp á. Þetta er bara ekkert mál, boltinn 30 metra uppi í lofti, beint á punktinn, ekkert mál. Hinum megin, „Naaah,“ þetta er óþolandi.“ Ég get ekki kennt dómurunum um að við erum fallnir en þeir (leikmennirnir) halda áfram að reyna. Þeir koma hingað og berjast eins og ljón og fá þetta í andlitið. Mér finnst þetta engan veginn ásættanlegt.“ Keflavík hefur ekkert að spila upp á lengur nema stoltið en Eysteinn er ekki líka ósáttur með umfjöllun fjölmiðla um liðið í sumar. „Það er ekki hægt að saka strákana um það að fallast hendur. Þeir hafa alltaf verið eins. Mér er alveg sama hvaða umfjallanir eru að segja með háði og öðru slíku að við getum ekki neitt og séum hættir. Það er bara algjört kjaftæði og drengirnir eiga heiður skilið fyrir hvernig þeir koma inn í verkefnin. Þeir eiga meira skilið en að það sé tekið af okkur stig með svona bulli.“ Það eru þrír leikir eftir á tímabilinu. Keflvíkingar eru stigalausir á heimavelli og síðasti heimaleikur þeirra er gegn Víkingum. „Svona lagað skiptir mig engu máli, við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf gert það. Stundum höfum við einfaldlega ekki haft gæðin og stundum skorum við tvö sjálfsmörk þegar við erum að spila vel. Það er lítið sem við getum gert í því nema halda áfram. Við förum í alla leiki til að vinna, líka gegn KR og Val á útivelli, því get ég lofað,“ sagði Eysteinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 │Annar sigur Fylkis í röð Fylkir er að fjarlægjast falldrauginn en liðið er nú komið með 22 stig í níunda sætið. 31. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 │Annar sigur Fylkis í röð Fylkir er að fjarlægjast falldrauginn en liðið er nú komið með 22 stig í níunda sætið. 31. ágúst 2018 20:15