Forstjóri Skeljungs telur olíulekann ekki hafa valdið skaða á umhverfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 10:58 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14
Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59