Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í síðustu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019. Leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum 1. og 4. september.
Sara Björk Gunnarsdóttir er komin aftur eftir meiðslin sem að hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hún er á fullu á undirbúningstímabilinu með Wolfsburg. Aftur á móti er Dagný Brynjarsdóttir ekki farin af stað eftir barnsburð en hún hefur verið á varamannabekknum hjá Selfossi í síðustu tveimur leikjum.
Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýliði í hópnum sem og Stjörnukonan Telma Hjaltalín Þrastardóttir en báðar hafa spilað vel í Pepsi-deildinni í sumar. Freyr verður án markahróksins Hörpu Þorsteinsdóttur sem meiddist í bikarúrslitaleik Breiðabliks og Stjörnunnar á föstudagskvöldið.
Ef íslenska liðið nær jafntefli á móti Þýskalandi í fyrri leiknum kemst það beint á HM með sigri á Tékkum 4. september en það yrði í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið kemst á heimsmeistaramótið í fótbolta.
Beina útsendingu frá fundinum má finna hér.
Hópurinn á móti Tékklandi og Þýskalandi:
Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden
Sandra Sigurðardóttir, Val
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
Aðrir leikmenn:
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Anna rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki
Elín Metta Jensen, Val
Fanndís Friðriksdóttir, Val
Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård
Guðrún Arnardóttir, Breiðabliki
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals,
Rakel Hönnudóttir, LB07
Hallbera G. Gísladóttir, Val
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården
Sandra María Jessen, Þór/KA
Sandra Sigurðardóttir, Val
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Selma Sól Magnúsdóttir, BReiðabliki
Sif Atladóttir, Kristianstad
Sigríður Lára Garðarsdóttir, Lilleström
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa
Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Stjörnunni
Sara Björk komin aftur en engin Dagný

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn