Innlent

Sérsveitin kölluð út vegna hótana

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sérsveit lögreglunnar var kölluð út og send á vettvang vegna hótana.
Sérsveit lögreglunnar var kölluð út og send á vettvang vegna hótana. Vísir/GVA
Síðdegis í dag var sérsveit lögreglunnar kölluð út vegna neyðarlínusímtals en sá sem hringdi inn sagðist vera með skotvopn og stuðbyssu. Hann sagðist hafa í hyggju að skaða fólk.



Að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagðist maðurinn vera staddur nærri skóla.

Lögreglan brást strax við þessum hótunum og var sérsveitin kölluð út. Við nánari athugun kom í ljós að sá sem hringdi í neyðarlínuna og hafði í hótunum var tæplega 14 ára piltur sem áður hefur komið við sögu lögreglu.

Lögreglan náði fljótlega að staðsetja piltinn og var hann færður á lögreglustöð og því næst í hendur barnaverndaryfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×