Innlent

Níu hundruð umsóknir um íbúðir hjá Bjargi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Á innan við þremur mánuðum hafa borist tæplega 900 umsóknir um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi en 815 íbúðir eru á undirbúnings-eða framkvæmdarstigi.

Bjarg leigufélag byggir íbúðir fyrir tekjulágt fólk sem eru félagsmenn aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands.

Nú eru í byggingu 155 íbúðir í Grafarvogi og 83 íbúðir í Úlfarsárdal sem gert er ráð fyrir að fari í notkun næsta sumar en í undirbúningi eru yfir 450 íbúðir til viðbótar í Reykjavík en einnig á Akranesi, í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, Þorlákshöfn, á Selfossi og á Akureyri eða samtals 815 íbúðir.

Opnað var fyrir umsóknir um miðjan maí og í lok júlí höfðu alls 818 umsóknir borist eða þremur fleiri en allar þær íbúðir sem eru í undirbúningi.

Dregið var um röð umsækjendanna á biðlistann. Enn er hægt að skrá sig á listann og er skráningum þá raðað í þeirri röð sem þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×