Ekkert nýmæli að kelfdar langreyðarkýr séu drepnar Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Hér liggur fóstrið á skurðarfletinum við hlið móður sinnar. Myndin var tekin síðdegis í gær. Hard to Port Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50