Erum búin að bíða spennt eftir þessum leikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2018 08:00 Freyr Alexandersson verður án Dagnýjar Brynjarsdóttur. fréttablaðið/sigtryggur Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins. Fram undan eru tveir risaleikir á heimavelli gegn Þýskalandi og Tékklandi þar sem Ísland getur komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM í kvennaflokki. Hefst það með leik gegn Þýskalandi þar sem sigur tryggir endanlega sæti á HM en með jafntefli er Ísland með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleik riðilsins. Það efast enginn um að Þýskaland er með eitt af bestu landsliðum heims í kvennaflokki. Áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2016 en Ísland sótti þrjú stig þegar liðin mættust ytra fyrir tæpu ári. Íslenska landsliðið verður án tveggja lykilleikmanna í leikjunum tveimur og mun eflaust sakna Hörpu Þorsteinsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur í leikjunum. „Þetta eru leikir sem við erum búin að bíða eftir í langan tíma, við vorum alltaf með það markmið að þetta yrðu úrslitaleikir. Þýska landsliðið er með frábæra sögu og frábæra leikmenn úr bestu deild heims en við sýndum að við getum unnið þær. Það gefur okkur sjálfstraust og við trúum því að við getum unnið með okkar besta leik,“ sagði Freyr sem var vongóður um að byggja mætti á þeirri frammistöðu. „Við munum nálgast hann aðeins öðruvísi en með sömu grunnáherslur. Það er meira sjálfstraust í þýska hópnum í dag sem við þurfum að finna lausn á.“ Hann sagði það áfall að missa Hörpu svona stuttu fyrir leik en var undir það búinn. „Við vorum búin að horfa á það að hún heldur bolta ofboðslega vel og það er mikill missir að því,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Ég er búinn að fara í gegnum það mörg meiðsli með kvennalandsliðið að ég leyfi mér ekki að hugsa neikvætt. Ég var búinn að undirbúa plan b og tók lokasímtal við Hörpu í gær þar sem ákvörðunin var tekin. Þegar hún dettur út þarf aðeins að endurskoða leikskipulagið okkar.“ Það verður missir að Hörpu og Dagnýju í föstum leikatriðum. „Dagný er sennilega ein af fimm bestu í heiminum þegar kemur að skallaeinvígjum. Klárlega hefði verið betra að hafa hana til taks en hún fann það sjálf að þetta myndi ekki ganga og lét mig vita. Ég var undir það búinn.“ HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Íslenska kvennalandsliðið á fram undan gríðarlega mikilvæga leiki gegn Þjóðverjum og Tékkum í undankeppni HM í Frakklandi næsta sumar. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ. 20. ágúst 2018 12:45 Sara Björk komin aftur en engin Dagný Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með í stórleikjunum á móti Tékklandi og Þýskalandi. 20. ágúst 2018 13:30 Dagný fór að finna til í bakinu en Sara Björk er einkennalaus Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu á móti Þýskalandi og Tékklandi en íslensku stelpurnar geta þar tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn. 20. ágúst 2018 13:40 50 prósent afsláttur á Tékkaleikinn ef þú ferð á Þýskalandsleikinn Knattspyrnusamband Íslands ætlar að bjóða pakkatilboð á heimaleiki íslensku stelpnanna á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. 20. ágúst 2018 13:23 Freyr: Þær þýsku eru hræddar og mega vera það Þýska landsliðið fór í fyrsta sinn í æfingabúðir og það á miðju undirbúningstímabili félaganna. 20. ágúst 2018 13:34 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins. Fram undan eru tveir risaleikir á heimavelli gegn Þýskalandi og Tékklandi þar sem Ísland getur komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM í kvennaflokki. Hefst það með leik gegn Þýskalandi þar sem sigur tryggir endanlega sæti á HM en með jafntefli er Ísland með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleik riðilsins. Það efast enginn um að Þýskaland er með eitt af bestu landsliðum heims í kvennaflokki. Áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2016 en Ísland sótti þrjú stig þegar liðin mættust ytra fyrir tæpu ári. Íslenska landsliðið verður án tveggja lykilleikmanna í leikjunum tveimur og mun eflaust sakna Hörpu Þorsteinsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur í leikjunum. „Þetta eru leikir sem við erum búin að bíða eftir í langan tíma, við vorum alltaf með það markmið að þetta yrðu úrslitaleikir. Þýska landsliðið er með frábæra sögu og frábæra leikmenn úr bestu deild heims en við sýndum að við getum unnið þær. Það gefur okkur sjálfstraust og við trúum því að við getum unnið með okkar besta leik,“ sagði Freyr sem var vongóður um að byggja mætti á þeirri frammistöðu. „Við munum nálgast hann aðeins öðruvísi en með sömu grunnáherslur. Það er meira sjálfstraust í þýska hópnum í dag sem við þurfum að finna lausn á.“ Hann sagði það áfall að missa Hörpu svona stuttu fyrir leik en var undir það búinn. „Við vorum búin að horfa á það að hún heldur bolta ofboðslega vel og það er mikill missir að því,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Ég er búinn að fara í gegnum það mörg meiðsli með kvennalandsliðið að ég leyfi mér ekki að hugsa neikvætt. Ég var búinn að undirbúa plan b og tók lokasímtal við Hörpu í gær þar sem ákvörðunin var tekin. Þegar hún dettur út þarf aðeins að endurskoða leikskipulagið okkar.“ Það verður missir að Hörpu og Dagnýju í föstum leikatriðum. „Dagný er sennilega ein af fimm bestu í heiminum þegar kemur að skallaeinvígjum. Klárlega hefði verið betra að hafa hana til taks en hún fann það sjálf að þetta myndi ekki ganga og lét mig vita. Ég var undir það búinn.“
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Íslenska kvennalandsliðið á fram undan gríðarlega mikilvæga leiki gegn Þjóðverjum og Tékkum í undankeppni HM í Frakklandi næsta sumar. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ. 20. ágúst 2018 12:45 Sara Björk komin aftur en engin Dagný Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með í stórleikjunum á móti Tékklandi og Þýskalandi. 20. ágúst 2018 13:30 Dagný fór að finna til í bakinu en Sara Björk er einkennalaus Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu á móti Þýskalandi og Tékklandi en íslensku stelpurnar geta þar tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn. 20. ágúst 2018 13:40 50 prósent afsláttur á Tékkaleikinn ef þú ferð á Þýskalandsleikinn Knattspyrnusamband Íslands ætlar að bjóða pakkatilboð á heimaleiki íslensku stelpnanna á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. 20. ágúst 2018 13:23 Freyr: Þær þýsku eru hræddar og mega vera það Þýska landsliðið fór í fyrsta sinn í æfingabúðir og það á miðju undirbúningstímabili félaganna. 20. ágúst 2018 13:34 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Svona var fundur Freys í Laugardalnum Íslenska kvennalandsliðið á fram undan gríðarlega mikilvæga leiki gegn Þjóðverjum og Tékkum í undankeppni HM í Frakklandi næsta sumar. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ. 20. ágúst 2018 12:45
Sara Björk komin aftur en engin Dagný Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með í stórleikjunum á móti Tékklandi og Þýskalandi. 20. ágúst 2018 13:30
Dagný fór að finna til í bakinu en Sara Björk er einkennalaus Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum mikilvægu á móti Þýskalandi og Tékklandi en íslensku stelpurnar geta þar tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn. 20. ágúst 2018 13:40
50 prósent afsláttur á Tékkaleikinn ef þú ferð á Þýskalandsleikinn Knattspyrnusamband Íslands ætlar að bjóða pakkatilboð á heimaleiki íslensku stelpnanna á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. 20. ágúst 2018 13:23
Freyr: Þær þýsku eru hræddar og mega vera það Þýska landsliðið fór í fyrsta sinn í æfingabúðir og það á miðju undirbúningstímabili félaganna. 20. ágúst 2018 13:34