Óli Kristjáns í Pepsimörkunum: „FH verður áfram til þó það nái ekki Evrópu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 13:30 FH-ingar fagna marki gegn Fylki á sunnudaginn vísir/bára Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti