Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 10:48 Hakkarahópurinn Fancy Bear stóð einnig að tölvuárásum á Demókrataflokkinn fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/Getty Tæknirisinn Microsoft segist hafa komið í veg fyrir tilraun rússneskra tölvuþrjóta til að gera árásir á hópa bandarískra íhaldsmanna. Hakkararnir hafi reynt að stela gögnum frá íhaldssömum stjórnmálasamtökum og hugveitum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við því að útsendarar rússneskra stjórnvalda gætu aftur reynt að hafa áhrif á kosningar í haust líkt og þeir gerðu í aðdraganda forsetakosninganna fyrir tveimur árum. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Í bloggfærslu um tilraun tölvuþrjótana sem var stöðvuð varar Microsoft við því að hún gæti verið upphafið á svonefndum vefveiðum (e. phishing) þeirra. Þær ganga út á að gabba netnotendur inn á vefsíður í þeim tilgangi að stela aðgangsupplýsingum þeirra. Slóðir og útlit svikavefsíðnanna eru látin líkjast frummyndinni sem mest. Microsoft segir að Flotti björn (e. Fancy Bear), hópur hakkara, hafi staðið að árásinni nú. Fyrirtækið hafi lokað 84 síðum sem hópurinn hafi stofnað undanfarin tvö ár. Tólf Rússar sem ákærðir voru í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir tölvuárásir fyrir kosningarnar árið 2016 tilheyra meðal annars hópnum og leyniþjónustu rússneska hersins. „Við höfum áhyggjur af því að þessi og aðrar tilraunir ógni öryggi sístækkandi mengi hópa sem tengjast báðum bandarísku stjórnmálaflokkunum í aðdraganda kosninganna 2018,“ segir Microsoft.New York Times leiðir að því líkur að sumir hóparnir hafi orðið að skotmarki hakkaranna vegna þess að þeir hafi snúið bakinu við Donald Trump Bandaríkjaforseta og kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft segist hafa komið í veg fyrir tilraun rússneskra tölvuþrjóta til að gera árásir á hópa bandarískra íhaldsmanna. Hakkararnir hafi reynt að stela gögnum frá íhaldssömum stjórnmálasamtökum og hugveitum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við því að útsendarar rússneskra stjórnvalda gætu aftur reynt að hafa áhrif á kosningar í haust líkt og þeir gerðu í aðdraganda forsetakosninganna fyrir tveimur árum. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Í bloggfærslu um tilraun tölvuþrjótana sem var stöðvuð varar Microsoft við því að hún gæti verið upphafið á svonefndum vefveiðum (e. phishing) þeirra. Þær ganga út á að gabba netnotendur inn á vefsíður í þeim tilgangi að stela aðgangsupplýsingum þeirra. Slóðir og útlit svikavefsíðnanna eru látin líkjast frummyndinni sem mest. Microsoft segir að Flotti björn (e. Fancy Bear), hópur hakkara, hafi staðið að árásinni nú. Fyrirtækið hafi lokað 84 síðum sem hópurinn hafi stofnað undanfarin tvö ár. Tólf Rússar sem ákærðir voru í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir tölvuárásir fyrir kosningarnar árið 2016 tilheyra meðal annars hópnum og leyniþjónustu rússneska hersins. „Við höfum áhyggjur af því að þessi og aðrar tilraunir ógni öryggi sístækkandi mengi hópa sem tengjast báðum bandarísku stjórnmálaflokkunum í aðdraganda kosninganna 2018,“ segir Microsoft.New York Times leiðir að því líkur að sumir hóparnir hafi orðið að skotmarki hakkaranna vegna þess að þeir hafi snúið bakinu við Donald Trump Bandaríkjaforseta og kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03