Stjörnurnar yfirgefa þýsku deildina sem er ekki lengur sögð sú besta í heimi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. ágúst 2018 13:00 Nikola Karabatic var einn af þeim fyrstu sem fór fyrir tæpum áratug. vísir/getty Þýski handboltinn hefst í kvöld þegar að Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen mæta bikarmeisturum Flensburg í leiknum um meistara meistaranna en þar verða Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson í eldlínunni með Ljónunum. Deildin sjálf hefst svo um helgina en hún stendur á ákveðnum tímamótum því í fyrsta sinn í 22 ár verður enginn franskur leikmaður í þýsku 1. deildinni í handbolta sem hefur verið og markaðssett sig sem sterkustu deild í heimi. Leikstjórnandinn Kentin Mahé var síðasti Frakkinn til að yfirgefa þýska boltann en hann er nú farinn til Veszprém í Ungverjalandi. Fjallað er ítarlega um þessi tímamót á frönsku handboltasíðunni HandNews.fr þar sem efast er um að þýska deildin geti áfram kallast sú sterkasta í heimi.Die Handball Bundesliga geht wieder los. Morgen -> SuperCup in Düsseldorf: Löwen - Flensburg Endlich startet sie wieder , die stärkste Liga der Welt ALLE Spiele live auf SKY #dkbhbl#skyhandballpic.twitter.com/EFzKZIqyB2 — Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) August 21, 2018 Franska deildin virðist vera að taka yfir en þrjú frönsk lið voru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Til marks um fall þýsku liðanna í Meistaradeildinni hefur aðeins eitt þeirra, Kiel, komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Tvö undanfarin tímabil hefur ekkert þýskt lið komist í Final Four í Meistaradeildinni en þýsku liðin unnu keppnina fimm sinnum á átta árum frá 2007-2014 og voru þá reglulega tvö lið frá Þýskalandi í undanúrslitum. „Þetta eru ekki bara Frakkarnir. Slóvenarnir fjölmenna ekki lengur til Þýskalands og og bestu Króatarnir eru ekki heldur þar fyrir utan nokkrar undantekningar. Þýskaland er ekki fyrsta val bestu handboltamanna heims lengur,“ segir franski handboltasérfræðingurinn François-Xavier Houlet. Þýska deildin missti mikið af stjörnum í sumar. Svíinn Kim Ekdahl du Rietz og Daninn Henrik Toft Hansen fóru til PSG frá Löwen og Flensburg, Rene Toft Hansen fór frá Kiel til Veszprém en þangað fóru einnig Kentin Mahé og Petar Nenadic. „Áður fyrr fóru allir bestu leikmennirnir eins og Jackson Richardson, Talant Dujshebaev, Daniel Narcisse, Nikola Karabatic, Momir Ilic og Filip Jicha til Þýskalands en þeir dagar eru taldir,“ sagði í grein Handball Woche um stjörnumissinn úr þýsku deildinni. Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Þýski handboltinn hefst í kvöld þegar að Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen mæta bikarmeisturum Flensburg í leiknum um meistara meistaranna en þar verða Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson í eldlínunni með Ljónunum. Deildin sjálf hefst svo um helgina en hún stendur á ákveðnum tímamótum því í fyrsta sinn í 22 ár verður enginn franskur leikmaður í þýsku 1. deildinni í handbolta sem hefur verið og markaðssett sig sem sterkustu deild í heimi. Leikstjórnandinn Kentin Mahé var síðasti Frakkinn til að yfirgefa þýska boltann en hann er nú farinn til Veszprém í Ungverjalandi. Fjallað er ítarlega um þessi tímamót á frönsku handboltasíðunni HandNews.fr þar sem efast er um að þýska deildin geti áfram kallast sú sterkasta í heimi.Die Handball Bundesliga geht wieder los. Morgen -> SuperCup in Düsseldorf: Löwen - Flensburg Endlich startet sie wieder , die stärkste Liga der Welt ALLE Spiele live auf SKY #dkbhbl#skyhandballpic.twitter.com/EFzKZIqyB2 — Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) August 21, 2018 Franska deildin virðist vera að taka yfir en þrjú frönsk lið voru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Til marks um fall þýsku liðanna í Meistaradeildinni hefur aðeins eitt þeirra, Kiel, komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Tvö undanfarin tímabil hefur ekkert þýskt lið komist í Final Four í Meistaradeildinni en þýsku liðin unnu keppnina fimm sinnum á átta árum frá 2007-2014 og voru þá reglulega tvö lið frá Þýskalandi í undanúrslitum. „Þetta eru ekki bara Frakkarnir. Slóvenarnir fjölmenna ekki lengur til Þýskalands og og bestu Króatarnir eru ekki heldur þar fyrir utan nokkrar undantekningar. Þýskaland er ekki fyrsta val bestu handboltamanna heims lengur,“ segir franski handboltasérfræðingurinn François-Xavier Houlet. Þýska deildin missti mikið af stjörnum í sumar. Svíinn Kim Ekdahl du Rietz og Daninn Henrik Toft Hansen fóru til PSG frá Löwen og Flensburg, Rene Toft Hansen fór frá Kiel til Veszprém en þangað fóru einnig Kentin Mahé og Petar Nenadic. „Áður fyrr fóru allir bestu leikmennirnir eins og Jackson Richardson, Talant Dujshebaev, Daniel Narcisse, Nikola Karabatic, Momir Ilic og Filip Jicha til Þýskalands en þeir dagar eru taldir,“ sagði í grein Handball Woche um stjörnumissinn úr þýsku deildinni.
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira