Tveir nýlagðir vegkaflar ónýtir: Ökumenn geta gert bótakröfu á Vegagerðina Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 10:48 Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Stöð 2/Magnús Hlynur. Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis. Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis.
Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41