Tveir nýlagðir vegkaflar ónýtir: Ökumenn geta gert bótakröfu á Vegagerðina Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 10:48 Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Stöð 2/Magnús Hlynur. Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis. Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað fór úrskeiðis þegar slitlag var lagt á Suðurlandsveg við Landvegamót um liðna helgi. Slitlagið er ónýtt sem og slitlag sem var lagt á 2,5 kílómetra kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vegagerðin metur tjónið á um 15 til 20 milljónir króna. Sýni af tjörunni sem var notuð er nú í rannsókn en Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar, segir ekki 100 prósent vissu fyrir því hvað fór úrskeiðis. Lífolíu vantaði í kaflann sem var lagður vestan við Kirkjubæjarklaustur sem varð til þess að steinar tolldu ekki við slitlagið. Mistökin komu í ljós áður en farið var í framkvæmdir við Landvegamót. „Þeir voru búnir að blanda einhverju í birgðatanka áður en þeir lögðu við Landvegamót. Hugsanlega var komið of mikið af lífolíunni,“ segir Svanur.Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum.Stöð2Spurður hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á fleiri stöðum og hvort Vegagerðin sé með það til skoðunar segir Svanur að svona mistök komi yfirleitt fljótlega í ljós. Nú sé verið að skoða hvernig þessir kaflar verða lagaðir. Er tjónið metið á 15 til 20 milljónir króna vegna þessara tveggja kafla. Mikið grjótkast var á þessum vegköflum og hefur umferðarhraði verið tekinn niður. Grjótkastið getur orðið til þess að skemmdir verða á ökutækjum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Vísi að ákvæði sé í vegalögum þar sem segir að ef um vangá vegahaldara er að ræða, í þessu tilviki Vegagerðarinnar, þá geti það skapað bótaábyrgð. Hann segir ökumenn sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni á þessum köflum eiga að fara og láta gera skýrslu hjá tryggingafélagi og sækja kröfu á Vegagerðina. Hann bendir einnig ökumönnum að hafa samband við skrifstofu FÍB til að fá nánari ráðleggingar. Miklar slitlagsblæðingar áttu sér stað árið 2013 þar sem tjara flettist af vegum á Norður- og Vesturlandi og festist við ökutæki. Fengu ökumenn það að fullu bætt frá Vegagerðinni sem gekk frá samkomulagi við tryggingafélag sitt þess efnis.
Samgöngur Tengdar fréttir Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg um liðna helgi ónýtt Mikið grjótkast á svæðinu og umferðarhraði dreginn niður. 21. ágúst 2018 13:41
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent