Fallegur fótbolti FH skilar ekki mörgum stigum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. ágúst 2018 14:00 Ólafur Kristjánsson lætur liðið sitt spila góðan bolta en það hefur ekki skilað mörgum stigum í sumar. vísir/bára FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
FH, sem nánast hefur drottnað yfir efstu deild karla í fótbolta undanfarin fimmtán ár, hefur verið í basli í sumar eftir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum og þjálfaraskipti. Ólafur Kristjánsson tók við síðasta haust eftir tíu ára valdasetu Heimis Guðjónssonar en liðið er í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum frá toppnum og þremur stigum frá Evrópusæti þegar að fimm umferðir eru eftir. Ólafur viðurkenndi í Pepsi-mörkunum að verkefnið með FH væri stærra en að hann gerði sér grein fyrir og berst hann nú með kjafti og klóm fyrir því að komast í Evrópu. FH hefur verið í Evrópukeppni árlega frá því 2003.Mest með boltann FH er í basli með varnarleikinn en liðið er búið að fá á sig 25 mörk í 17 leikjum, þar af tólf mörk úr föstum leikatriðum. Á sama tíma er liðið „aðeins“ búið að skora 25 mörk sem er sex færri mörkum en topplið Vals er búið að skora. Það vantar samt ekkert upp á það að FH reyni að spila góðan fótbolta og Instat-tölfræðin sem heldur utan um Pepsi-deildina sannar það. Þar toppar FH nánast alla lista yfir sendingar en það gengur ekki alveg nógu vel að skora. FH er mest allra liða með boltann í deildinni en það er með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 24 sekúndur í leik og er með 57 prósent „possession“. Næsta lið er Valur með 55 prósent en það heldur boltanum í 30 mínútur og 21 sekúndu að meðaltali í leik. Þetta eru einu liðin sem eru með boltann innan sinna raða í rúman hálftíma í hverjum leik. FH gefur flestar sendingarnar í deildinni en liðið klárar 449 slíkar af 551 að meðaltali í leik eða 81 prósent allra sendinga sinna. Valur og Breiðablik klára einnig 81 prósent sendinga sinna í hverjum leik en eru með færri heppnaðar og færri tilraunir.instatBoltinn á grasinu Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar reyna einnig hvað helst að halda boltanum á grasinu. Meðallengd sendinga FH í hverjum leik eru 18,6 metrar en það er eina liðið sem er undir 20 að meðaltali. Fylkir toppar þann lista með 22,4 metra. FH-ingar gefa einnig langfæstar langar sendingar. Þeir reyna 34 slíkar að meðaltali í leik og klára 20 og eru eina liðið undir fjörutíu tilraunum. Fylkir og ÍBV reynir yfir 50 langar sendingar í leik. FH-liðið færir boltann einnig hraðast á milli manna. Það gefur 14,2 sendingar að meðaltali í hverri sendingalotu en Valsmenn koma þar rétt á eftir með 14,1. Þá hafa FH-ingar bæði reynt flestar (18) og klárað flestar (9) lykilsendingar í deildinni. Þegar kemur svo að því að koma boltanum í netið er aðeins rifið í handbremsuna hjá FH-ingum sem hitta markið 5,4 sinnum að meðaltali í leik í 14,1 skoti. FH skapar sér næstflest færi eða sjö talsins í hverjum leik en nýtir aðeins 1,4 af þeim sem gerir nýtingu upp á 19 prósent.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Lærisveinar Túfa skora mest úr föstum leikatriðum og fá á sig næstfæst. 23. ágúst 2018 12:00