Golf

Uppselt á Opna breska risamótið í golfi 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy.
Rory McIlroy. Vísir/Getty
Það eru ennþá ellefu mánuðir í Opna breska meistaramótið í golfi en ef þú ætlar að fá miða þá varstu of seinn.

Opna breska meistaramótið fer fram 14. til 17. júlí 2019 og það er uppselt á mótið. Það er ekki einu sinni hægt að fá barnamiða lengur. BBC segir frá.

Mótið fer fram á Royal Portrush en þetta er í fyrsta sinn síðan 1951 þar sem Opna breska meistaramótið fer fram í Norður Írlandi.





Áhugasamir geta reyndar ennþá fengið miða á æfingadagana fyrir mótið en allir miðar á keppnisdagana fjóra eru uppseldir.

Gríðarlegur áhugi er á mótinu á Norður Írlandi en þarna gæti Norður-Írinn Rory McIlroy unnið mótið á heimavelli. McIlroy er einn besti kylfingur heims og hefur unnið fjögur risamót þar á meðal Opna breska meistaramótið árið 2014.

Þegar Opna írska meistaramótið í golfi fór fram á þessum velli árið 2012, sem hluti af evrópsku mótaröðinni, þá komu 112 þúsund áhorfendur á mótið. Aldrei áður höfðu komið svo margir á mót á evrópsku mótaröðinni

Mótið eftir ellefu mánuði verður 148. Opna breska meistaramótið frá upphafi en Ítalinn Francesco Molinari vann mótið í ár sem fór fram á Angus vellinum í Skotlandi 19. til 22. júlí.

Ísland átti þá keppenda á Opna breska meistaramótinu í fyrsta sinn en Haraldur Franklín Magnús tryggði sér þáttökurétt þegar hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×