Guðmundur Ágúst og Helga Kristín leiða eftir fyrsta hring í Grafarholti Anton Ingi Leifsson skrifar 23. ágúst 2018 21:30 Helga var í stuði á fyrsta hringnum. mynd/gsimyndir.net Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr GR, og Helga Kristín Einarsdóttir, úr GK, leiða eftir fyrsta hring á Securitasmótinu en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Keppt er um GR-bikarinn en leikið er á Grafarholtsveli alla helgina. Fyrsti hringurinn fór fram í gær en hann er fyrsti af fjórum sem leiknir eru um helgina. Guðmundur Ágúst spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari en næstur á eftir honum kemur Rúnar Arnórsson, úr GK, á þremur undir pari. Þar á eftir koma sex kylfingar á einu höggi undir pari þar á meðal atvinnukylfingurinn Axel Bóasson. Það er ljóst að það verður hörð barátta í karlaflokki um helgina.Guðmundur leiðir í karlaflokki eftir fyrsta hring.mynd/gsimyndir.netHelga Kristín spilaði frábært golf á fyrsta hringnum. Hún spilaði á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og er með sjö högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem er í öðru sætinu á fjórum yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttur eru svo í þriðja til fjórða sætinu á sex höggum yfir pari. Verðlaunin er glæsileg á þessu móti. Atvinnukylfingar á borð við Íslandsmeistarana Axel Bóasson úr GK og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur gætu fengið allt að 750.000. kr í sinn hlut. Til þess þurfa þau að sigra á Securitasmótinu og landa stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni samhliða sigrinum í GR-bikarinnar. Ef áhugakylfingur sigrar í karla – eða kvennaflokki fær hann 70.000 kr. í sinn hlut. Atvinnukylfingar geta fengið 250.000 kr. fyrir sigurinn á Securitasmótinu – GR-bikarinn. Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 fá 250.000 í sinn hlut ef þau eru atvinnukylfingar en áhugakylfingar fá 70.000 kr. gjafakort. Uppfærðan stigalista má sjá neðst í þessari grein hér. Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr GR, og Helga Kristín Einarsdóttir, úr GK, leiða eftir fyrsta hring á Securitasmótinu en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Keppt er um GR-bikarinn en leikið er á Grafarholtsveli alla helgina. Fyrsti hringurinn fór fram í gær en hann er fyrsti af fjórum sem leiknir eru um helgina. Guðmundur Ágúst spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari en næstur á eftir honum kemur Rúnar Arnórsson, úr GK, á þremur undir pari. Þar á eftir koma sex kylfingar á einu höggi undir pari þar á meðal atvinnukylfingurinn Axel Bóasson. Það er ljóst að það verður hörð barátta í karlaflokki um helgina.Guðmundur leiðir í karlaflokki eftir fyrsta hring.mynd/gsimyndir.netHelga Kristín spilaði frábært golf á fyrsta hringnum. Hún spilaði á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og er með sjö högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem er í öðru sætinu á fjórum yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttur eru svo í þriðja til fjórða sætinu á sex höggum yfir pari. Verðlaunin er glæsileg á þessu móti. Atvinnukylfingar á borð við Íslandsmeistarana Axel Bóasson úr GK og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur gætu fengið allt að 750.000. kr í sinn hlut. Til þess þurfa þau að sigra á Securitasmótinu og landa stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni samhliða sigrinum í GR-bikarinnar. Ef áhugakylfingur sigrar í karla – eða kvennaflokki fær hann 70.000 kr. í sinn hlut. Atvinnukylfingar geta fengið 250.000 kr. fyrir sigurinn á Securitasmótinu – GR-bikarinn. Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 fá 250.000 í sinn hlut ef þau eru atvinnukylfingar en áhugakylfingar fá 70.000 kr. gjafakort. Uppfærðan stigalista má sjá neðst í þessari grein hér.
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira