Hjálmar Örn fer á kostum í stórskemmtilegu viðtali - Skuldar borgarstjóra pylsu og kók Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 22:19 Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira