Hjálmar Örn fer á kostum í stórskemmtilegu viðtali - Skuldar borgarstjóra pylsu og kók Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 22:19 Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lífið Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lífið Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira