Mjölnir sýndi Henning stuðning með æfingu honum til heiðurs Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2018 20:45 Hér má sjá seinni hóp dagsins sem reyndi við Henning101 æfinguna. Aðsend Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT
CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15