Mjölnir sýndi Henning stuðning með æfingu honum til heiðurs Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2018 20:45 Hér má sjá seinni hóp dagsins sem reyndi við Henning101 æfinguna. Aðsend Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT
CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15