Mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini um skilmála líftrygginga Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:30 Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra. Neytendur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra.
Neytendur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira