Mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini um skilmála líftrygginga Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:30 Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra. Neytendur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra.
Neytendur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira