Opna göngustíg fyrir hreyfihamlaða við Fjaðrárgljúfur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 14:01 Göngustígurinn við Fjaðrárgljúfur er fær hreyfihömluðum. Mynd/Umhverfisstofnun Nýr göngustígur hefur verið opnaður við Fjaðrárgljúfur frá Lakavegi að útsýnispalli við gljúfrið. Fyrirtækið Stokkar og Steinar gerir stíginn en hann er hannaður til að verða fær hjólastólum fullkláraður. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að göngustígurinn sé uppbyggður malarstígur, að jafnaði 1,6 metrar á breidd. Geogrid er notað á blautustu köflunum, þunnt plastnet, sem sett er undir mölina til að koma í veg fyrir að mold og möl blandist saman og að stígurinn sígi þannig að hann fljóti í raun ofan á votlendinu. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarfélagsins. Megintilgangurinn er að draga úr álagi á náttúru svæðisins með stýrðri umferð og bæta um leið aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Göngustígurinn hefur verið opnaður og er hægt að ganga frá útskoti við Lakaveg. Umhverfisstofnun bendir á að takmörkuð bílastæði eru við Fjaðrárgljúfur miðað við þann gríðarlega fjölda gesta sem heimsækja svæðið dag hvern. Eins og áður hefur komið fram er svæðið illa farið vegna ágangs ferðamanna. Hefur verið brugðist við því með aukinni landvörslu, uppbyggingu innviða og stýrðri umferð um svæðið. „Því miður fara ekki allir gestir eftir reglum sem gilda á svæðinu. Þess vegna gengur illa að græða upp sár í gróðursverðinum á hluta svæðisins og er þar helst að nefna brúnir Fjaðrárgljúfur. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og upplýsum gesti um mikilvægi þess að fara eftir þeim reglum sem gilda á náttúruverndarsvæðum svo okkur takist að vernda þau gegn ágangi og koma í veg fyrir lokanir,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar. Umhverfismál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Nýr göngustígur hefur verið opnaður við Fjaðrárgljúfur frá Lakavegi að útsýnispalli við gljúfrið. Fyrirtækið Stokkar og Steinar gerir stíginn en hann er hannaður til að verða fær hjólastólum fullkláraður. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að göngustígurinn sé uppbyggður malarstígur, að jafnaði 1,6 metrar á breidd. Geogrid er notað á blautustu köflunum, þunnt plastnet, sem sett er undir mölina til að koma í veg fyrir að mold og möl blandist saman og að stígurinn sígi þannig að hann fljóti í raun ofan á votlendinu. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarfélagsins. Megintilgangurinn er að draga úr álagi á náttúru svæðisins með stýrðri umferð og bæta um leið aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Göngustígurinn hefur verið opnaður og er hægt að ganga frá útskoti við Lakaveg. Umhverfisstofnun bendir á að takmörkuð bílastæði eru við Fjaðrárgljúfur miðað við þann gríðarlega fjölda gesta sem heimsækja svæðið dag hvern. Eins og áður hefur komið fram er svæðið illa farið vegna ágangs ferðamanna. Hefur verið brugðist við því með aukinni landvörslu, uppbyggingu innviða og stýrðri umferð um svæðið. „Því miður fara ekki allir gestir eftir reglum sem gilda á svæðinu. Þess vegna gengur illa að græða upp sár í gróðursverðinum á hluta svæðisins og er þar helst að nefna brúnir Fjaðrárgljúfur. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og upplýsum gesti um mikilvægi þess að fara eftir þeim reglum sem gilda á náttúruverndarsvæðum svo okkur takist að vernda þau gegn ágangi og koma í veg fyrir lokanir,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar.
Umhverfismál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira