Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Valur Lýðsson til hægri með lögmanni sínum í dómsal. Fréttablaðið/Eyþór „Vettvangurinn benti eindregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi á Gýgjarhóli II í Biskupstungum, um það þegar hann vaknaði að morgni 31. mars og kom að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, látnum. Þétt var setið í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gær á fyrri degi aðalmeðferðar í máli Vals, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum. Fulltrúar fjölmiðla voru viðstaddir, auk fjölskyldumeðlima og vina Ragnars og Vals, þegar sá síðarnefndi settist andspænis dómaranum og lýsti með yfirveguðum hætti því sem hann ræki minni til. Valur greindi frá því að bræður hans, Ragnar og Örn, hefðu komið í heimsókn á Gýgjarhól umrætt kvöld, á föstudeginum langa, og að sá fyrrnefndi hefði komið færandi hendi, með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist á þessum tíma ekki hafa bragðað áfengi í þrjá mánuði. eða allt frá þrettándanum í janúar. Það hafi hann hins vegar gert í tilefni heimsóknar bræðranna. Vel hafi farið á með þeim. Um klukkan tíu hafi Örn lagst til rekkju. Þeir Ragnar hafi hins vegar setið áfram að drykkju. Valur sagðist hafa greint Ragnari frá framtíðaráformum sínum með bæinn. Í þeim fólst að færa bæjarstæðið og koma upp kaldavatnsveitu. Sagði hann að þá hefði Ragnar sýnt ólundarviðbrögð.Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars.Vísir/VilhelmAð sögn Vals mundi hann ekki eftir átökum. Það síðasta sem hann hefði séð hefði verið andlit sem svipaði til Ragnars. Hann væri þó ekki viss í þeim efnum. Morguninn eftir hefði hann rankað við sér og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Skömmu síðar var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa gert Neyðarlínu viðvart. Valur kvaðst fyrir dómi ekki kunna neinar skýringar á því hvers vegna þeir Ragnar gætu hafa átt í átökum. „Hvorki fyrr né síðar,“ sagði Valur aðspurður hvort hann hefði borið þungan hug til bróður síns. „Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu,“ sagði Nanna Briem geðlæknir, sem átti fimm viðtalstíma með Vali. Þar bar hann allan tímann fyrir sig minnisleysi að sögn Nönnu sem metur Val sakhæfan. Sjálfur greindi Valur frá því fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun í janúar um að hætta allri drykkju. Hann hefði átt það til að drekka sig til óminnis og þá hefði það gerst oftar en einu sinni að hann yrði ofbeldisfullur undir áhrifum. Lögreglufulltrúar sem mættu fyrir dóminn lýstu vettvangi í þvottahúsinu og áverkum á Ragnari. Hann hefði fengið högg og síðan hefði verið sparkað ítrekað í hægri síðu hans er hann var liggjandi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Vettvangurinn benti eindregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi á Gýgjarhóli II í Biskupstungum, um það þegar hann vaknaði að morgni 31. mars og kom að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, látnum. Þétt var setið í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gær á fyrri degi aðalmeðferðar í máli Vals, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum. Fulltrúar fjölmiðla voru viðstaddir, auk fjölskyldumeðlima og vina Ragnars og Vals, þegar sá síðarnefndi settist andspænis dómaranum og lýsti með yfirveguðum hætti því sem hann ræki minni til. Valur greindi frá því að bræður hans, Ragnar og Örn, hefðu komið í heimsókn á Gýgjarhól umrætt kvöld, á föstudeginum langa, og að sá fyrrnefndi hefði komið færandi hendi, með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist á þessum tíma ekki hafa bragðað áfengi í þrjá mánuði. eða allt frá þrettándanum í janúar. Það hafi hann hins vegar gert í tilefni heimsóknar bræðranna. Vel hafi farið á með þeim. Um klukkan tíu hafi Örn lagst til rekkju. Þeir Ragnar hafi hins vegar setið áfram að drykkju. Valur sagðist hafa greint Ragnari frá framtíðaráformum sínum með bæinn. Í þeim fólst að færa bæjarstæðið og koma upp kaldavatnsveitu. Sagði hann að þá hefði Ragnar sýnt ólundarviðbrögð.Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars.Vísir/VilhelmAð sögn Vals mundi hann ekki eftir átökum. Það síðasta sem hann hefði séð hefði verið andlit sem svipaði til Ragnars. Hann væri þó ekki viss í þeim efnum. Morguninn eftir hefði hann rankað við sér og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Skömmu síðar var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa gert Neyðarlínu viðvart. Valur kvaðst fyrir dómi ekki kunna neinar skýringar á því hvers vegna þeir Ragnar gætu hafa átt í átökum. „Hvorki fyrr né síðar,“ sagði Valur aðspurður hvort hann hefði borið þungan hug til bróður síns. „Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu,“ sagði Nanna Briem geðlæknir, sem átti fimm viðtalstíma með Vali. Þar bar hann allan tímann fyrir sig minnisleysi að sögn Nönnu sem metur Val sakhæfan. Sjálfur greindi Valur frá því fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun í janúar um að hætta allri drykkju. Hann hefði átt það til að drekka sig til óminnis og þá hefði það gerst oftar en einu sinni að hann yrði ofbeldisfullur undir áhrifum. Lögreglufulltrúar sem mættu fyrir dóminn lýstu vettvangi í þvottahúsinu og áverkum á Ragnari. Hann hefði fengið högg og síðan hefði verið sparkað ítrekað í hægri síðu hans er hann var liggjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15