Drengirnir voru þá að leik við Seyðisfjörð en brugðust þeir rétt við að mati Landhelgisgæslunnar þegar þeir gerðu foreldrum sínum viðvart um hinn torkennilega hlut.

Talið er að sprengjukúlan komi úr loftvarnabyssu breska olíuskipsins El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar.
„Ekki þarf að fjölyrða um hversu hættulegar slíkar sprengjur geta verið en hlutir frá seinni heimsstyrjöldinni finnast enn víðsvegar um landið,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem vill brýna fyrir fólki að láta lögreglu eða Landhelgisgæsluna vita tafarlaust ef það finnur torkennilega hluti og snerta þá ekki.
Ef vafi leiki á um hvort um sprengju sé að ræða sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar skeri úr um slíkt, segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.