Tenniskonu refsað fyrir að fara úr bolnum í nokkrar sekúndur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 14:30 Alize Cornet Vísir/Getty Franska tenniskonan Alize Cornet fékk refsingu fyrir að fara úr bolnum sem hún var í á meðan leik á Opna bandaríska risamótinu stóð. Yfirvöld mótsins hafa verið sökuð um kynjamismunum vegna málsins. Karlkyns tennisleikmenn fara oft úr bolum sínum á meðan leikjum standa og þeir fá aldrei refsingar. Cornet var furðu lostinn yfir refsingunni og hefur málið vakið mikla umræðu um kynjamisrétti. Reglur tennissambandsins segja að kvenkyns leikmenn megi ekki breyta klæðnaði sínum á meðan leik stendur. Engar slíkar reglur eru til um karlana. Hitinn í New York hefur reynst tennisfólkinu erfiður og skiptu bæði Novak Djokovic og Roger Federer um bol í leikjum sínum í gær án þess að það hefði neina eftirmála. Vegna hitans fá leikmenn tíu mínútna hlé á leikjunum. Cornet kom til baka úr hléinu á leik sinum og Johanna Larsson og sá að bolur hennar snéri öfugt. Í stað þess að biðja um lengra hlé til þess að snúa aftur til búningsherbergis og laga bolinn ákvað hún að fara snöggt úr honum og fara svo rétt í bolinn. Ferlið tók í kringum 10 sekúndur. Þegar hún ætlaði að gera sig tilbúna til þess að byrja leikinn aftur refsaði dómarinn Christian Rask henni fyrir óíþróttamannslega hegðun þar sem sást í toppinn sem hún var í innan undir bolnum. Atvikið hefur vakið mikla reiði og hefur verið kallað eftir reglubreytingum. Á meðal þeirra sem gagnrýndu atvikið er tennisþjálfarinn Judy Murray, móðir stórstjörnunnar Andy Murray. Female player punished for taking her top off during US Open, sparking sexism row pic.twitter.com/7sGCDbDlLx — The Independent (@Independent) August 29, 2018 Tennis Tengdar fréttir Serena Williams má ekki keppa í gallanum sem „lét henni líða eins og ofurhetju“ Serena Williams má ekki keppa í heilgalla á Opna franska meistaramótinu á komandi árum. Forráðamenn mótsins ætla að herða reglur um fataval. 25. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Franska tenniskonan Alize Cornet fékk refsingu fyrir að fara úr bolnum sem hún var í á meðan leik á Opna bandaríska risamótinu stóð. Yfirvöld mótsins hafa verið sökuð um kynjamismunum vegna málsins. Karlkyns tennisleikmenn fara oft úr bolum sínum á meðan leikjum standa og þeir fá aldrei refsingar. Cornet var furðu lostinn yfir refsingunni og hefur málið vakið mikla umræðu um kynjamisrétti. Reglur tennissambandsins segja að kvenkyns leikmenn megi ekki breyta klæðnaði sínum á meðan leik stendur. Engar slíkar reglur eru til um karlana. Hitinn í New York hefur reynst tennisfólkinu erfiður og skiptu bæði Novak Djokovic og Roger Federer um bol í leikjum sínum í gær án þess að það hefði neina eftirmála. Vegna hitans fá leikmenn tíu mínútna hlé á leikjunum. Cornet kom til baka úr hléinu á leik sinum og Johanna Larsson og sá að bolur hennar snéri öfugt. Í stað þess að biðja um lengra hlé til þess að snúa aftur til búningsherbergis og laga bolinn ákvað hún að fara snöggt úr honum og fara svo rétt í bolinn. Ferlið tók í kringum 10 sekúndur. Þegar hún ætlaði að gera sig tilbúna til þess að byrja leikinn aftur refsaði dómarinn Christian Rask henni fyrir óíþróttamannslega hegðun þar sem sást í toppinn sem hún var í innan undir bolnum. Atvikið hefur vakið mikla reiði og hefur verið kallað eftir reglubreytingum. Á meðal þeirra sem gagnrýndu atvikið er tennisþjálfarinn Judy Murray, móðir stórstjörnunnar Andy Murray. Female player punished for taking her top off during US Open, sparking sexism row pic.twitter.com/7sGCDbDlLx — The Independent (@Independent) August 29, 2018
Tennis Tengdar fréttir Serena Williams má ekki keppa í gallanum sem „lét henni líða eins og ofurhetju“ Serena Williams má ekki keppa í heilgalla á Opna franska meistaramótinu á komandi árum. Forráðamenn mótsins ætla að herða reglur um fataval. 25. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Serena Williams má ekki keppa í gallanum sem „lét henni líða eins og ofurhetju“ Serena Williams má ekki keppa í heilgalla á Opna franska meistaramótinu á komandi árum. Forráðamenn mótsins ætla að herða reglur um fataval. 25. ágúst 2018 11:30