Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 20:45 Yndisleg ofnbökuð bleikja. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska,“ segir Eva Laufey. Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati 4 flök bleikja 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör Salt og pipar 6-8 msk Teriyaki sósa 1 hvítlauksrif 2 stilkar vorlaukur 6 msk hreinn fetaostur Ristuð sesamfræ Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel af sósunni á fiskinn. Sáldrið ristuðum sesamfræjum yfir fiskinn og eldið í ofn við 180°C í 8 mínútur. Þegar fiskurinn er tilbúinn er frábært að mylja vel af fetaosti yfir og bera hann síðan fram með gómsætu hrásalati. Hrásalat ½ höfuð Hvítkál ½ höfuð Rauðkál 4 gulrætur 4 radísur Handfylli kóríander Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt eða notið matvinnsluvél til þess að rífa hráefnin mjög smátt. Kreistið appelsínusafa og rífið niður kóríander yfir salatið í lokin. Bleikja Eva Laufey Salat Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska,“ segir Eva Laufey. Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati 4 flök bleikja 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör Salt og pipar 6-8 msk Teriyaki sósa 1 hvítlauksrif 2 stilkar vorlaukur 6 msk hreinn fetaostur Ristuð sesamfræ Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel af sósunni á fiskinn. Sáldrið ristuðum sesamfræjum yfir fiskinn og eldið í ofn við 180°C í 8 mínútur. Þegar fiskurinn er tilbúinn er frábært að mylja vel af fetaosti yfir og bera hann síðan fram með gómsætu hrásalati. Hrásalat ½ höfuð Hvítkál ½ höfuð Rauðkál 4 gulrætur 4 radísur Handfylli kóríander Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt eða notið matvinnsluvél til þess að rífa hráefnin mjög smátt. Kreistið appelsínusafa og rífið niður kóríander yfir salatið í lokin.
Bleikja Eva Laufey Salat Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið