Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Markmið frumvarpsins er að auka tiltrú á núverandi kerfi. Vísir/Stefán Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Sjá meira
Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Sjá meira