Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 11:34 New York Times fjallar um Kristján Loftsson og hvalveiðar Íslendinga í grein sem birtist í dag. Vísir/Getty Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30