Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 11:34 New York Times fjallar um Kristján Loftsson og hvalveiðar Íslendinga í grein sem birtist í dag. Vísir/Getty Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30