Hleypur gegn barnabrúðkaupum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. ágúst 2018 11:00 Ráðlegt er að fara nokkrum sinnum út að skokka í vikunni til að halda líkamanum sprækum. Najmo minnir á barnabrúðkaup og hleypur fyrir Amnesty International. Fréttablaðið/Þórsteinn Najmo Cumar Fiyasko er rúmlega tvítug, sómölsk að uppruna en býr nú á Íslandi. Hún flúði til Íslands sextán ára gömul. Þá hafði hún verið á flótta frá þrettán ára aldri. Hún flúði heimalandið þegar átti að gefa hana í hjónaband einungis þrettán ára gamla. Najmo ákvað nýverið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Amnesty International og minna á baráttuna gegn barnabrúðkaupum. „Pabbi var myrtur árið 2009, þá var ég ellefu ára. Bróðir pabba tók eftir það ákvarðanir fyrir fjölskylduna, þetta er þáttur í sómalískri menningu. Þrettán ára gömul var ég svo gefin frænda mínum. Hann var 32 ára gamall,“ segir Najmo frá. Hún flúði til Mógadisjú þar sem ríkti mikið ófriðarástand. Þar slasaðist hún í sprengingu. Föðurbróðir hennar hafði uppi á henni en Najmo tókst að flýja til Súdan. Í Súdan slóst Najmo í hóp fólks sem var á flótta. Leiðin lá í gegnum Sahara eyðimörkina. Ferðalagið yfir Sahara tók heilan mánuð. Þaðan fór hún til Líbíu og þaðan með báti til Möltu og allt ferðalagið til Íslands tók nærri því heilt ár. „Það var engin framtíðarvon fólgin í því að vera áfram á Möltu. Ég ákvað því að halda áfram og stefndi til Kanada,“ segir Najmo frá.Najmo Cumar FiyaskoHenni tókst ekki að komast til Kanada því hún var stöðvuð af lögreglu í Leifsstöð. „Það var áfall í fyrstu. En ég sótti um hæli hér og smám saman fann ég að mér var borgið hér. Ég bý hjá yndislegri fósturfjölskyldu og stunda nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heimili mitt er hér þótt hugurinn leiti oft til Sómalíu vegna þess að ég hef áhyggjur af ástvinum mínum þar,“ segir Najmo. Hún ákvað fljótt að helga sig því að berjast gegn barnabrúðkaupum. „Ég hef óhikað sagt sögu mína og hef deilt myndböndum á netinu. Nú hefur yngri systir mín verið gefin í hjónaband. Þetta eru sár sem aldrei gróa. Ég hugsaði eitt sinn um það hvort ég ætti bara að reyna að gleyma þessu og skilja þetta eftir í fortíðinni. En það kemur ekki til greina,“ segir Najmo. Þeir sem vilja styðja við Najmo geta fundið hana á www.hlaupastyrkur.is. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Najmo Cumar Fiyasko er rúmlega tvítug, sómölsk að uppruna en býr nú á Íslandi. Hún flúði til Íslands sextán ára gömul. Þá hafði hún verið á flótta frá þrettán ára aldri. Hún flúði heimalandið þegar átti að gefa hana í hjónaband einungis þrettán ára gamla. Najmo ákvað nýverið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Amnesty International og minna á baráttuna gegn barnabrúðkaupum. „Pabbi var myrtur árið 2009, þá var ég ellefu ára. Bróðir pabba tók eftir það ákvarðanir fyrir fjölskylduna, þetta er þáttur í sómalískri menningu. Þrettán ára gömul var ég svo gefin frænda mínum. Hann var 32 ára gamall,“ segir Najmo frá. Hún flúði til Mógadisjú þar sem ríkti mikið ófriðarástand. Þar slasaðist hún í sprengingu. Föðurbróðir hennar hafði uppi á henni en Najmo tókst að flýja til Súdan. Í Súdan slóst Najmo í hóp fólks sem var á flótta. Leiðin lá í gegnum Sahara eyðimörkina. Ferðalagið yfir Sahara tók heilan mánuð. Þaðan fór hún til Líbíu og þaðan með báti til Möltu og allt ferðalagið til Íslands tók nærri því heilt ár. „Það var engin framtíðarvon fólgin í því að vera áfram á Möltu. Ég ákvað því að halda áfram og stefndi til Kanada,“ segir Najmo frá.Najmo Cumar FiyaskoHenni tókst ekki að komast til Kanada því hún var stöðvuð af lögreglu í Leifsstöð. „Það var áfall í fyrstu. En ég sótti um hæli hér og smám saman fann ég að mér var borgið hér. Ég bý hjá yndislegri fósturfjölskyldu og stunda nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heimili mitt er hér þótt hugurinn leiti oft til Sómalíu vegna þess að ég hef áhyggjur af ástvinum mínum þar,“ segir Najmo. Hún ákvað fljótt að helga sig því að berjast gegn barnabrúðkaupum. „Ég hef óhikað sagt sögu mína og hef deilt myndböndum á netinu. Nú hefur yngri systir mín verið gefin í hjónaband. Þetta eru sár sem aldrei gróa. Ég hugsaði eitt sinn um það hvort ég ætti bara að reyna að gleyma þessu og skilja þetta eftir í fortíðinni. En það kemur ekki til greina,“ segir Najmo. Þeir sem vilja styðja við Najmo geta fundið hana á www.hlaupastyrkur.is.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira