Hleypur gegn barnabrúðkaupum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. ágúst 2018 11:00 Ráðlegt er að fara nokkrum sinnum út að skokka í vikunni til að halda líkamanum sprækum. Najmo minnir á barnabrúðkaup og hleypur fyrir Amnesty International. Fréttablaðið/Þórsteinn Najmo Cumar Fiyasko er rúmlega tvítug, sómölsk að uppruna en býr nú á Íslandi. Hún flúði til Íslands sextán ára gömul. Þá hafði hún verið á flótta frá þrettán ára aldri. Hún flúði heimalandið þegar átti að gefa hana í hjónaband einungis þrettán ára gamla. Najmo ákvað nýverið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Amnesty International og minna á baráttuna gegn barnabrúðkaupum. „Pabbi var myrtur árið 2009, þá var ég ellefu ára. Bróðir pabba tók eftir það ákvarðanir fyrir fjölskylduna, þetta er þáttur í sómalískri menningu. Þrettán ára gömul var ég svo gefin frænda mínum. Hann var 32 ára gamall,“ segir Najmo frá. Hún flúði til Mógadisjú þar sem ríkti mikið ófriðarástand. Þar slasaðist hún í sprengingu. Föðurbróðir hennar hafði uppi á henni en Najmo tókst að flýja til Súdan. Í Súdan slóst Najmo í hóp fólks sem var á flótta. Leiðin lá í gegnum Sahara eyðimörkina. Ferðalagið yfir Sahara tók heilan mánuð. Þaðan fór hún til Líbíu og þaðan með báti til Möltu og allt ferðalagið til Íslands tók nærri því heilt ár. „Það var engin framtíðarvon fólgin í því að vera áfram á Möltu. Ég ákvað því að halda áfram og stefndi til Kanada,“ segir Najmo frá.Najmo Cumar FiyaskoHenni tókst ekki að komast til Kanada því hún var stöðvuð af lögreglu í Leifsstöð. „Það var áfall í fyrstu. En ég sótti um hæli hér og smám saman fann ég að mér var borgið hér. Ég bý hjá yndislegri fósturfjölskyldu og stunda nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heimili mitt er hér þótt hugurinn leiti oft til Sómalíu vegna þess að ég hef áhyggjur af ástvinum mínum þar,“ segir Najmo. Hún ákvað fljótt að helga sig því að berjast gegn barnabrúðkaupum. „Ég hef óhikað sagt sögu mína og hef deilt myndböndum á netinu. Nú hefur yngri systir mín verið gefin í hjónaband. Þetta eru sár sem aldrei gróa. Ég hugsaði eitt sinn um það hvort ég ætti bara að reyna að gleyma þessu og skilja þetta eftir í fortíðinni. En það kemur ekki til greina,“ segir Najmo. Þeir sem vilja styðja við Najmo geta fundið hana á www.hlaupastyrkur.is. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Najmo Cumar Fiyasko er rúmlega tvítug, sómölsk að uppruna en býr nú á Íslandi. Hún flúði til Íslands sextán ára gömul. Þá hafði hún verið á flótta frá þrettán ára aldri. Hún flúði heimalandið þegar átti að gefa hana í hjónaband einungis þrettán ára gamla. Najmo ákvað nýverið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Amnesty International og minna á baráttuna gegn barnabrúðkaupum. „Pabbi var myrtur árið 2009, þá var ég ellefu ára. Bróðir pabba tók eftir það ákvarðanir fyrir fjölskylduna, þetta er þáttur í sómalískri menningu. Þrettán ára gömul var ég svo gefin frænda mínum. Hann var 32 ára gamall,“ segir Najmo frá. Hún flúði til Mógadisjú þar sem ríkti mikið ófriðarástand. Þar slasaðist hún í sprengingu. Föðurbróðir hennar hafði uppi á henni en Najmo tókst að flýja til Súdan. Í Súdan slóst Najmo í hóp fólks sem var á flótta. Leiðin lá í gegnum Sahara eyðimörkina. Ferðalagið yfir Sahara tók heilan mánuð. Þaðan fór hún til Líbíu og þaðan með báti til Möltu og allt ferðalagið til Íslands tók nærri því heilt ár. „Það var engin framtíðarvon fólgin í því að vera áfram á Möltu. Ég ákvað því að halda áfram og stefndi til Kanada,“ segir Najmo frá.Najmo Cumar FiyaskoHenni tókst ekki að komast til Kanada því hún var stöðvuð af lögreglu í Leifsstöð. „Það var áfall í fyrstu. En ég sótti um hæli hér og smám saman fann ég að mér var borgið hér. Ég bý hjá yndislegri fósturfjölskyldu og stunda nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heimili mitt er hér þótt hugurinn leiti oft til Sómalíu vegna þess að ég hef áhyggjur af ástvinum mínum þar,“ segir Najmo. Hún ákvað fljótt að helga sig því að berjast gegn barnabrúðkaupum. „Ég hef óhikað sagt sögu mína og hef deilt myndböndum á netinu. Nú hefur yngri systir mín verið gefin í hjónaband. Þetta eru sár sem aldrei gróa. Ég hugsaði eitt sinn um það hvort ég ætti bara að reyna að gleyma þessu og skilja þetta eftir í fortíðinni. En það kemur ekki til greina,“ segir Najmo. Þeir sem vilja styðja við Najmo geta fundið hana á www.hlaupastyrkur.is.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira