Segir lausnina vera lítinn plástur á stórt vandamál Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. ágúst 2018 08:00 Úr gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Fréttablaðið/Anton Brink Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28
Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30
Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04