Hörður Axel segir ófrjósemina ekki gera sig að minni manni Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 15:00 Hafdís Hafsteinsdóttir, Hörður Axel Vilhjálmsson og dóttir þeirra. Hörður Axel Vilhjálmsson Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna. Frjósemi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna.
Frjósemi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu