Hörður Axel segir ófrjósemina ekki gera sig að minni manni Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 15:00 Hafdís Hafsteinsdóttir, Hörður Axel Vilhjálmsson og dóttir þeirra. Hörður Axel Vilhjálmsson Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna. Frjósemi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna.
Frjósemi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda