Handbolti

Haukar unnu Ragnarsmótið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Hauka gátu fagnað á Selfossi
Stuðningsmenn Hauka gátu fagnað á Selfossi Vísir/Ernir
Haukar unnu Ragnarsmótið, undirbúningsmót fyrir komandi tímabil í handboltanum, sem haldið var á Selfossi undanfarna daga. Haukar sigruðu ÍBV í úrslitaleik í dag.

ÍBV varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í vor en Haukar duttu út fyrir ÍBV í undanúrslitunum. Þegar liðin mættust á Selfossi í dag unnu Haukar hins vegar örugglega, lokatölur 29-21 fyrir Hauka.

Haukar unnu alla þrjá leiki sína í mótinu, gegn Víking og Aftureldingu í riðlakeppninni og svo ÍBV í úrslitunum.

Afturelding endaði í þriðja sæti eftir 35-31 sigur á Selfossi í leiknum um bronsið. Í leiknum um fimmta sæti vann ÍR öruggan 16-34 sigur á Víkingi.

Ragnarsmótið í kvennaflokki hefst í næstu viku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×