Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 18:43 Ferðamennirnir eru væntanlegir í skýrslutöku til lögreglunnar á Egilsstöðum á morgun. vísir/gva Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. Eiga ferðamennirnir yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt fyrir athæfið. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Að sögn Hjalta Bergmars Axelsson, varðstjóra hjá lögreglunni á Austurlandi, tilkynnti þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði um málið um miðjan dag í gær. Ferðamennirnir sex höfðu verið á ferð um veg F910, einnig þekktur sem Austurleið, sem liggur frá Möðrudal og inn á hálendið. Þegar ferðamennirnir komu að Þríhyrningsá sat annar bíll fastur í ánni. „Eftir að hafa beðið í talsverða stund við vaðið, þar sem þeir komust ekki yfir, tóku þeir þá óskynsamlegu ákvörðun að keyra út fyrir veginn og lengra frá þar sem þeir komust yfir ána,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. „Þeir óku einhverja 200 metra eða svo, yfir mela og gróið land, og að hluta til eru þetta för og skemmdir sem eru óafturkræfar.“Koma til skýrslutöku á morgun Lögreglumenn við hálendiseftirlit úr umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra vitjuðu ferðamannanna og öfluðu gagna, sem síðan voru send til lögreglunnar á Austurlandi. Hjalti segir ferðamennina væntanlega til skýrslutöku hjá lögreglu á morgun. Þar mun málum að öllum líkindum lykta með sektargreiðslum, frá 50 til 500 þúsund krónum á mann. Hann áætlar þó ferðamennirnir hljóti lægri sekt en franskir ferðamenn á Suðurlandi greiddu fyrir sambærilegt brot í júlí. Hlutu þeir 200 þúsund króna sekt hvor fyrir utanvegaakstur við Kerlingafjöll.Aðspurður segir Hjalti að ekki hafi sérstaklega mörg utanvegaakstursbrot komið inn á borð lögreglu á Austurlandi í sumar. Hann bendir þó á að utanvegaakstur sé mun algengari en tilkynningar til lögreglu gefi til kynna. Þá er í flestum tilvikum um að ræða erlenda ferðamenn. „Þó að það fríi Íslendinga ekki allri ábyrgð samt,“ segir Hjalti. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44 Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Sjá meira
Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. Eiga ferðamennirnir yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt fyrir athæfið. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Að sögn Hjalta Bergmars Axelsson, varðstjóra hjá lögreglunni á Austurlandi, tilkynnti þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði um málið um miðjan dag í gær. Ferðamennirnir sex höfðu verið á ferð um veg F910, einnig þekktur sem Austurleið, sem liggur frá Möðrudal og inn á hálendið. Þegar ferðamennirnir komu að Þríhyrningsá sat annar bíll fastur í ánni. „Eftir að hafa beðið í talsverða stund við vaðið, þar sem þeir komust ekki yfir, tóku þeir þá óskynsamlegu ákvörðun að keyra út fyrir veginn og lengra frá þar sem þeir komust yfir ána,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. „Þeir óku einhverja 200 metra eða svo, yfir mela og gróið land, og að hluta til eru þetta för og skemmdir sem eru óafturkræfar.“Koma til skýrslutöku á morgun Lögreglumenn við hálendiseftirlit úr umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra vitjuðu ferðamannanna og öfluðu gagna, sem síðan voru send til lögreglunnar á Austurlandi. Hjalti segir ferðamennina væntanlega til skýrslutöku hjá lögreglu á morgun. Þar mun málum að öllum líkindum lykta með sektargreiðslum, frá 50 til 500 þúsund krónum á mann. Hann áætlar þó ferðamennirnir hljóti lægri sekt en franskir ferðamenn á Suðurlandi greiddu fyrir sambærilegt brot í júlí. Hlutu þeir 200 þúsund króna sekt hvor fyrir utanvegaakstur við Kerlingafjöll.Aðspurður segir Hjalti að ekki hafi sérstaklega mörg utanvegaakstursbrot komið inn á borð lögreglu á Austurlandi í sumar. Hann bendir þó á að utanvegaakstur sé mun algengari en tilkynningar til lögreglu gefi til kynna. Þá er í flestum tilvikum um að ræða erlenda ferðamenn. „Þó að það fríi Íslendinga ekki allri ábyrgð samt,“ segir Hjalti.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44 Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Sjá meira
Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58
Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44
Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30