Fengu báðir sex milljónir fyrir EM-silfrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 14:00 Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson með silfrið. Vísir/Getty Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson enduðu í öðru sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem lauk í gær á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi. Bæði verðlaun Íslands á Evrópuleikunum komu í golfi en þau skiluðu Íslandi upp í 24. sæti á verðlaunalista leikanna. Axel og Birgir töpuðu naumlega 2/0 í úrslitaleiknum gegn Spánverjunum Pedro Oriol og Scott Fernandez. Úrslitaleikurinn var spennandi og náðu íslensku leikmennirnir að búa til hörkuspennu á lokakaflanum þrátt fyrir að vera komnir þremur holum á eftir þegar aðeins þrjár holur voru eftir.Verðlaunaféð í liðakeppni karla á EM atvinnukylfinga. Birgir og Axel gætu skipt með sér 25,6 millj. kr. eftir hádegi í dag. 1. sæti = 100.000 Evrur= 12,8 millj. kr. per leikmann 2. sæti = 50.000 Evrur= 6,4 millj. kr. 3. sæti = 3,85 millj. kr. 4. sæti = 1,92 millj. kr. — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Birgir Leifur og Axel misstu því að talverðum peningum því Evrópumeistararnir fengu um 12,8 milljónir króna hvor í sinn hlut í verðlaunafé. Birgir Leifur og Axel fengu aftur á móti um 6,4 milljónir íslenskra króna hvor í sinn hlut sem er nú ágætis vikukaup. Birgir og Axel lönduðu þar með öðrum verðlaunum sínum á þessu móti. Á laugardaginn fögnuðu þeir Evrópumeistaratitlinum í keppni blandaðra liða með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn á EM í blandaðri liðakeppni í gær. Fengu öll tæplega 9?6?0?.0?0?0? ÍSL KR. í sinn hlut. pic.twitter.com/Eo24tbJwyD — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Það vekur þó athygli að mun lægra verðlaunafé var fyrir sigurinn í keppni blandaðra liða. Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum króna í verðlaunafé fyrir sigurinn. Þau fengu því um 960 þúsund krónur hver. Það var því sexfalt hærra verðlaunfé í liðakeppni karla en í liðakeppni blandaðra liða. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson enduðu í öðru sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem lauk í gær á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi. Bæði verðlaun Íslands á Evrópuleikunum komu í golfi en þau skiluðu Íslandi upp í 24. sæti á verðlaunalista leikanna. Axel og Birgir töpuðu naumlega 2/0 í úrslitaleiknum gegn Spánverjunum Pedro Oriol og Scott Fernandez. Úrslitaleikurinn var spennandi og náðu íslensku leikmennirnir að búa til hörkuspennu á lokakaflanum þrátt fyrir að vera komnir þremur holum á eftir þegar aðeins þrjár holur voru eftir.Verðlaunaféð í liðakeppni karla á EM atvinnukylfinga. Birgir og Axel gætu skipt með sér 25,6 millj. kr. eftir hádegi í dag. 1. sæti = 100.000 Evrur= 12,8 millj. kr. per leikmann 2. sæti = 50.000 Evrur= 6,4 millj. kr. 3. sæti = 3,85 millj. kr. 4. sæti = 1,92 millj. kr. — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Birgir Leifur og Axel misstu því að talverðum peningum því Evrópumeistararnir fengu um 12,8 milljónir króna hvor í sinn hlut í verðlaunafé. Birgir Leifur og Axel fengu aftur á móti um 6,4 milljónir íslenskra króna hvor í sinn hlut sem er nú ágætis vikukaup. Birgir og Axel lönduðu þar með öðrum verðlaunum sínum á þessu móti. Á laugardaginn fögnuðu þeir Evrópumeistaratitlinum í keppni blandaðra liða með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn á EM í blandaðri liðakeppni í gær. Fengu öll tæplega 9?6?0?.0?0?0? ÍSL KR. í sinn hlut. pic.twitter.com/Eo24tbJwyD — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Það vekur þó athygli að mun lægra verðlaunafé var fyrir sigurinn í keppni blandaðra liða. Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum króna í verðlaunafé fyrir sigurinn. Þau fengu því um 960 þúsund krónur hver. Það var því sexfalt hærra verðlaunfé í liðakeppni karla en í liðakeppni blandaðra liða.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira