Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 11:30 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, fékk myndbandið sent seint í gærkvöldi. Mynd/Samsett Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. Myndband af atvikinu var birt á Vísi í dag en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi. Í myndbandinu sést bílstjóri strætisvagns á leið 51 til Reykjavíkur taka fram úr nokkrum bílum í brekku um Þrengslin. Framúrakstur er bannaður á vegkaflanum.Þvert á gildi um ábyrgan akstur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið ábendingu um myndbandið seint í gærkvöldi. „Þannig að það fyrsta sem ég gerði í morgun var að koma mér í samband við verktaka sem ekur leið 51 á Suðurlandi. Hann horfði á þetta og það voru sömu viðbrögð hjá honum og okkur, manni er brugðið þegar maður sér þetta,“ segir Guðmundur „Þetta er ekki aðeins brot á umferðarlögum heldur gengur líka þvert á öll gildi sem við setjum okkar vagnstjórum um ábyrgan akstur.“Strætisvagninn smeygði sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar Markússonar, sem tók myndbandið upp á bílamyndavél, og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt.Mynd/SkjáskotTaka strax á málinu Guðmundur segir að strax verði tekið á málinu en rætt verður við bílstjóra vagnsins í dag. Gert er ráð fyrir að hann hljóti áminningu vegna framúrakstursins. „Við hörmum þetta atvik en sem betur fer fór ekki verr í þessu tilviki. Verktakinn mun setjast niður með bílstjóranum í dag og við förum yfir þetta mál, það er tekið á þessu strax.“ Aðspurður segir Guðmundur það ekki algengt að Strætó berist myndskeið af þessu tagi vegna aksturs vagnanna á landsbyggðinni. „En við höfum alveg fengið ábendingar um aksturslag. Þær eru alltaf skráðar og þeim komið áfram.“ Eins og áður hefur komið fram var umferð beint um Þrengsli á föstudag vegna framkvæmda við malbikun á Hellisheiði. Þannig var ekki um hefðbundna leið 51 að ræða í umrætt skipti. Þá verður strætisvögnum áfram ekið um Þrengsli í dag vegna lokana á Suðurlandsvegi og Hellisheiði. Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. Myndband af atvikinu var birt á Vísi í dag en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi. Í myndbandinu sést bílstjóri strætisvagns á leið 51 til Reykjavíkur taka fram úr nokkrum bílum í brekku um Þrengslin. Framúrakstur er bannaður á vegkaflanum.Þvert á gildi um ábyrgan akstur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið ábendingu um myndbandið seint í gærkvöldi. „Þannig að það fyrsta sem ég gerði í morgun var að koma mér í samband við verktaka sem ekur leið 51 á Suðurlandi. Hann horfði á þetta og það voru sömu viðbrögð hjá honum og okkur, manni er brugðið þegar maður sér þetta,“ segir Guðmundur „Þetta er ekki aðeins brot á umferðarlögum heldur gengur líka þvert á öll gildi sem við setjum okkar vagnstjórum um ábyrgan akstur.“Strætisvagninn smeygði sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar Markússonar, sem tók myndbandið upp á bílamyndavél, og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt.Mynd/SkjáskotTaka strax á málinu Guðmundur segir að strax verði tekið á málinu en rætt verður við bílstjóra vagnsins í dag. Gert er ráð fyrir að hann hljóti áminningu vegna framúrakstursins. „Við hörmum þetta atvik en sem betur fer fór ekki verr í þessu tilviki. Verktakinn mun setjast niður með bílstjóranum í dag og við förum yfir þetta mál, það er tekið á þessu strax.“ Aðspurður segir Guðmundur það ekki algengt að Strætó berist myndskeið af þessu tagi vegna aksturs vagnanna á landsbyggðinni. „En við höfum alveg fengið ábendingar um aksturslag. Þær eru alltaf skráðar og þeim komið áfram.“ Eins og áður hefur komið fram var umferð beint um Þrengsli á föstudag vegna framkvæmda við malbikun á Hellisheiði. Þannig var ekki um hefðbundna leið 51 að ræða í umrætt skipti. Þá verður strætisvögnum áfram ekið um Þrengsli í dag vegna lokana á Suðurlandsvegi og Hellisheiði.
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37