Fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 12:00 Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í gær. Vísir/Getty Tiger Woods hoppar upp í 26. sæti á heimslistanum eftir árangur sinn á PGA-meistaramótinu í gær þar sem hann varð í öðru sæti. Gríðarlegur áhugi var á PGA-risamótinu í gær enda var Tiger Woods í baráttunni um sigurinn. Mikill fjöldi fylgdi honum hvert fótspor á vellinum og rosalega margir voru að skrifa um Tiger á samfélagsmiðlum á meðan lokahringnum stóð.Tiger Woods didn't win the #PGAChamp on Sunday, but it sure sounded like he did. Either way, he showed flashes of his former self over frenzied final round: https://t.co/80d7O1y5w8pic.twitter.com/20SR5V9WnQ — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Það er óhætt að segja að það fylgi því dálítið önnur stemmning þegar Tiger er með í baráttunni. Gríðarleg fagnaðrlæti voru þannig á vellinum eftir hvort gott högg. Þessi „Happy Gilmore“ stemmning er kannski það sem koma skal á næstunni. Flestir eru nefnilega sammála um það að Tiger Woods sé kominn aftur og það er mikið gleðiefni fyrir golfheiminn. Það var sérstaklega gaman að sjá hann fagna sínum bestu höggum þar sem leikgleðin skein úr augunum á honum.Tiger wins $1,188,000 for 2nd place PGA Championship finish, his first $1M on-course check in more than four years. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 12, 2018 Tiger var tveimur höggum frá því að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hefur sjaldan verið jafnánægður með annað sætið og einmitt núna. Annað sætið skilar honum upp í 26. sæti á heimslistanum. Tiger byrjaði árið í sæti 656 á heimslistanum og hefur því hækkað sig um 630 sæti á árinu sem er risastökk.Tiger starts the year at No. 656 in the world. Now up to No. 26 — Doug Ferguson (@dougferguson405) August 12, 2018 Tiger fékk 1.188.000 dollara í verðlaunafé eða tæpar 130 milljónir íslenska króna. Þetta er fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár. Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods hoppar upp í 26. sæti á heimslistanum eftir árangur sinn á PGA-meistaramótinu í gær þar sem hann varð í öðru sæti. Gríðarlegur áhugi var á PGA-risamótinu í gær enda var Tiger Woods í baráttunni um sigurinn. Mikill fjöldi fylgdi honum hvert fótspor á vellinum og rosalega margir voru að skrifa um Tiger á samfélagsmiðlum á meðan lokahringnum stóð.Tiger Woods didn't win the #PGAChamp on Sunday, but it sure sounded like he did. Either way, he showed flashes of his former self over frenzied final round: https://t.co/80d7O1y5w8pic.twitter.com/20SR5V9WnQ — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Það er óhætt að segja að það fylgi því dálítið önnur stemmning þegar Tiger er með í baráttunni. Gríðarleg fagnaðrlæti voru þannig á vellinum eftir hvort gott högg. Þessi „Happy Gilmore“ stemmning er kannski það sem koma skal á næstunni. Flestir eru nefnilega sammála um það að Tiger Woods sé kominn aftur og það er mikið gleðiefni fyrir golfheiminn. Það var sérstaklega gaman að sjá hann fagna sínum bestu höggum þar sem leikgleðin skein úr augunum á honum.Tiger wins $1,188,000 for 2nd place PGA Championship finish, his first $1M on-course check in more than four years. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 12, 2018 Tiger var tveimur höggum frá því að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hefur sjaldan verið jafnánægður með annað sætið og einmitt núna. Annað sætið skilar honum upp í 26. sæti á heimslistanum. Tiger byrjaði árið í sæti 656 á heimslistanum og hefur því hækkað sig um 630 sæti á árinu sem er risastökk.Tiger starts the year at No. 656 in the world. Now up to No. 26 — Doug Ferguson (@dougferguson405) August 12, 2018 Tiger fékk 1.188.000 dollara í verðlaunafé eða tæpar 130 milljónir íslenska króna. Þetta er fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár.
Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira