David Silva er aðeins 32 ára gamall en hann er önnur stjarna spænska landsliðsins sem hættir í landsliðinu á stuttum tíma.
Barcelona miðvörðurinn Gerard Piqué tilkynnti um helgina að hann væri hættur í landsliðinu. Piqué er „bara“ 31 árs.
OFFICIAL | David Silva ends career with @SeFutbol#GraciasSilvahttps://t.co/zrzduPFCDj
— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) August 13, 2018
Spænska landsliðið olli miklum vonbrigðum í sumar en liðið skipti um þjálfara aðeins tveimur sólarhringum fyrir fyrsta leik. Nýr þjálfari, Luis Enrique, tók síðan við af Fernando Hierro eftir HM.
David Silva hefur leikið með spænska landsliðinu frá 2006 en hann hefur skorað 35 mörk í 125 landsleikjum.
21 - David Silva is the sixth most capped player for Spain (125) and fourth highest goalscorer (35). Farewell. pic.twitter.com/l1VZCvbwis
— OptaJose (@OptaJose) August 13, 2018
David Silva sagðist vera mjög stoltur af afrekum sínum með spænska landsliðinu og að þessi ákvörðun hafi verið ein af þeim erfiðustu á hans ferli.
Gracias, suerte y hasta siempre! pic.twitter.com/mIM1k45pfg
— David Silva (@21LVA) August 13, 2018