Guðmundur Þórarinsson og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliðinu er Norrköping mistókt að komast nær toppliðunum í sænsku úrvalsdeildinni.
Norrköping gerði markalaust jafntefli við Hammarby á heimavelli. Norrköping var með mikla yfirburði en náðu ekki að nýta sér þá og niðurstaðan því markalaust jafntefli.
Arnór spilaði allan leikinn en Guðmundur var tekinn af velli í uppbótartíma en Hammarby er í öðru sætinu, fimm stigum á undan Norrköping.
Norrköping er því í fjórða sætinu með 32 stig, stigi á eftir Östersund sem er í þriðja sætinu og gefur Evrópusæti, en sjö stigum á eftir toppliði AIK.
Eggert Gunnþór Jónsson var ónotaður varamaður er SönderjyskE tapaði fyrir Esbjerg, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni. SönderjyskE er í tólfta sætinu með fjögur stig.
Samúel Kári Friðjónsson var einnig ónotaður varamaður er Vålerenga tapaði 1-0 fyrir Haugesund í norsku úrvalsdeildinni. Vålerenga er í níunda sætinu með 24 stig eftir átján leiki.
Jafnt hjá Norrköping í toppslag
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti



