Þjálfari Þjóðverja fyrir Íslandsleikinn: Þrastarson er án efa besti leikmaður mótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 15:30 Haukur Þrastarson með verðlaun sín sem besti leikmaðurinn á móti Slóveníu. Mynd/Heimasíða M18-Euro 2018 Íslenska 18 ára landsliðið í handbolta er að gera flotta hluti á EM U-18 í Króatíu og strákarnir mæta Þjóðverjum í dag í fyrsta leik sínum í milliriðli. Erik Wudtke, þjálfari þýska liðsins, talar vel um íslenska liðið og þá sérstaklega um tvo leikmenn. Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er markahæsti leikmaður mótsins eftir riðlakeppnina og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson úr Fram hefur staðið sig mjög vel í marki Íslands. Stórlið Evrópu eru að fylgjast vel með mótinu og þar má búast við að séu útsendarar frá liðum eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. Frammistaða Hauks og Viktors Gísla hefur örugglega ekki farið framhjá þeim. „Þrastarson er án efa besti leikmaður Evrópumótsins að mínu mati. Íslendingar eru líka með mjög öflugan markvörð,“ sagði Erik Wudtke við heimasíðu þýska handboltasambandsins. Haukur hefur skorað 24 mörk í keppninni til þessa eða þremur fleiri en næsti maður. Haukur skoraði 12 mörk í sigri á Slóvenum í síðasta leik og þá lokaði Viktor Gísli markinu á meðan íslensku strákarnir náðu upp góðri forystu. Þýski þjálfarinn talaði líka um að íslensku strákarnir væru harðir í horn að taka í varnarleiknum. „Svíar spila kannski fjölbreyttari varnarleik en íslenska vörnin er sterk og allt annar varnarleikur en mínir menn fengu að kynnast í síðasta leik á móti framliggjandi Spánverjum,“ sagði Erik Wudtke. Liðið sem vinnur leikinn í dag stígur stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Tvö efstu lið milliriðilsins komast þangað en Ísland og Þýskalandi tóku bæði með sér tvö stig úr riðlakeppninni af því að þau unnu sinni riðil. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Handbolti Tengdar fréttir Haukur skoraði flest mörk allra í riðlakeppni EM U-18 Stórleikur Hauks Þrastarsonar á móti Slóvenum í gær kom Selfyssingnum í efsta sætið yfir markahæstu leikmennina á EM 18 ára landsliða sem stendur nú yfir í Króatíu. 13. ágúst 2018 11:30 Haukur með 12 mörk í þriðja sigri Íslands Íslensku strákarnir í U18 ára landsliðinu í handbolta unnu öruggan sigur á Slóvenum í lokaleik sínum í riðlinum á EM U18 í Króatíu. 12. ágúst 2018 13:58 Annar fimm marka sigur á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann það sænska með fimm mörkum í Króatíu í dag. 10. ágúst 2018 16:06 Viktor Gísli í ham í fimm marka sigri á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri byrjaði EM í Króatíu vel. Liðið vann 25-20 sigur á Pólverjum í fyrsta leik. 9. ágúst 2018 22:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslenska 18 ára landsliðið í handbolta er að gera flotta hluti á EM U-18 í Króatíu og strákarnir mæta Þjóðverjum í dag í fyrsta leik sínum í milliriðli. Erik Wudtke, þjálfari þýska liðsins, talar vel um íslenska liðið og þá sérstaklega um tvo leikmenn. Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er markahæsti leikmaður mótsins eftir riðlakeppnina og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson úr Fram hefur staðið sig mjög vel í marki Íslands. Stórlið Evrópu eru að fylgjast vel með mótinu og þar má búast við að séu útsendarar frá liðum eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. Frammistaða Hauks og Viktors Gísla hefur örugglega ekki farið framhjá þeim. „Þrastarson er án efa besti leikmaður Evrópumótsins að mínu mati. Íslendingar eru líka með mjög öflugan markvörð,“ sagði Erik Wudtke við heimasíðu þýska handboltasambandsins. Haukur hefur skorað 24 mörk í keppninni til þessa eða þremur fleiri en næsti maður. Haukur skoraði 12 mörk í sigri á Slóvenum í síðasta leik og þá lokaði Viktor Gísli markinu á meðan íslensku strákarnir náðu upp góðri forystu. Þýski þjálfarinn talaði líka um að íslensku strákarnir væru harðir í horn að taka í varnarleiknum. „Svíar spila kannski fjölbreyttari varnarleik en íslenska vörnin er sterk og allt annar varnarleikur en mínir menn fengu að kynnast í síðasta leik á móti framliggjandi Spánverjum,“ sagði Erik Wudtke. Liðið sem vinnur leikinn í dag stígur stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Tvö efstu lið milliriðilsins komast þangað en Ísland og Þýskalandi tóku bæði með sér tvö stig úr riðlakeppninni af því að þau unnu sinni riðil. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma.
Handbolti Tengdar fréttir Haukur skoraði flest mörk allra í riðlakeppni EM U-18 Stórleikur Hauks Þrastarsonar á móti Slóvenum í gær kom Selfyssingnum í efsta sætið yfir markahæstu leikmennina á EM 18 ára landsliða sem stendur nú yfir í Króatíu. 13. ágúst 2018 11:30 Haukur með 12 mörk í þriðja sigri Íslands Íslensku strákarnir í U18 ára landsliðinu í handbolta unnu öruggan sigur á Slóvenum í lokaleik sínum í riðlinum á EM U18 í Króatíu. 12. ágúst 2018 13:58 Annar fimm marka sigur á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann það sænska með fimm mörkum í Króatíu í dag. 10. ágúst 2018 16:06 Viktor Gísli í ham í fimm marka sigri á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri byrjaði EM í Króatíu vel. Liðið vann 25-20 sigur á Pólverjum í fyrsta leik. 9. ágúst 2018 22:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Haukur skoraði flest mörk allra í riðlakeppni EM U-18 Stórleikur Hauks Þrastarsonar á móti Slóvenum í gær kom Selfyssingnum í efsta sætið yfir markahæstu leikmennina á EM 18 ára landsliða sem stendur nú yfir í Króatíu. 13. ágúst 2018 11:30
Haukur með 12 mörk í þriðja sigri Íslands Íslensku strákarnir í U18 ára landsliðinu í handbolta unnu öruggan sigur á Slóvenum í lokaleik sínum í riðlinum á EM U18 í Króatíu. 12. ágúst 2018 13:58
Annar fimm marka sigur á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann það sænska með fimm mörkum í Króatíu í dag. 10. ágúst 2018 16:06
Viktor Gísli í ham í fimm marka sigri á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri byrjaði EM í Króatíu vel. Liðið vann 25-20 sigur á Pólverjum í fyrsta leik. 9. ágúst 2018 22:45