Sjö félög fá mestu HM-peningana frá KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 12:00 KSÍ fékk mikla peninga frá FIFA vegna HM og aðildarfélögin fá að njóta góðs af því. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig HM-peningarnir skiptast á milli aðildarfélaga sinna en KSÍ greiðir alls 200 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna HM í Rússlandi. Íslenska sambandið fékk mikinn pening vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins sem vann sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna en upphæðin var ákveðin á síðasta ársþingi KSÍ sem fram fór 10. febrúar síðastliðinn. Stjórn KSÍ hefur nú ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga og segir frá skiptingunni á heimasíðu sinni. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum síðastliðin tvö ár eða árin 2017 og 2018. Við úthlutun eftir EM 2016 var miðað við árin 2014 til 2016. Félögunum er skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög í deildarkeppni, sem eru með unglingastarf og hins vegar félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi. Félögin með unglingastarf, sem eru alls 47, fá liðlega 198,5 milljónir króna sem skiptast eftir gefnum stigum sem miðast við stöðu í deildum á áðurnefndu tímabili. Félögum án unglingastarfs, sem eru 30, er úthlutað alls tæplega 1,7 milljónum króna. Aðferðafræðin er því sambærileg því sem viðhöfð var árið 2016. Sjö félög fá hæstu upphæðina eða 7.586.191 milljónir. Þau eru Breiðablik, FH, ÍBV, KR, Stjarnan, Valur og Grindavík. „Þeir fjármunir sem nú skila sér til knattspyrnufélaga á Íslandi skipta aðildarfélögin verulegu máli. Stjórn KSÍ væntir þess að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma,“ segir meðal annars í frétt á heimasíðu KSÍ en skiptingin til félaganna er annars eftirfarandi.HM framlag til aðildarfélaga KSÍ: Breiðablik | 7.586.191 FH | 7.586.191 ÍBV | 7.586.191 KR | 7.586.191 Stjarnan | 7.586.191 Valur | 7.586.191 Grindavík | 7.586.191 Fylkir | 6.729.095 Selfoss | 6.319.874 ÍA | 6.319.874 Haukar | 6.319.874 Keflavík | 6.319.874 KA | 6.319.847 Fjölnir | 6.319.874 Víkingur R. | 6.115.264 Þróttur R. | 5.910.653 ÍR | 5.910.653 Þór Akureyri | 5.501.432 Víkingur Ólafsvík | 5.501.432 HK | 5.296.821 Fram | 4.887.600 Leiknir R. | 4.273.769 Grótta | 3.682.990 Magni | 3.864.548 Njarðvík | 3.864.548 Sindri | 3.682.990 Tindastóll | 3.682.990 Völsungur | 3.273.769 Leiknir F. | 3.134.634 Afturelding | 3.069.158 Höttur | 2.725.412 Fjarðarbyggð | 2.725.412 Huginn | 2.455.327 Vestri | 2.455.327 Einherji | 2.455.327 Víðir | 2.455.327 Þróttur V. | 2.046.105 KF | 1.636.884 Dalvík/Reynir | 1.636.884 Álftanes | 1.636.884 Ægir | 1.636.884 Reynir S. | 1.227.663 KFR | 818.442 Snæfell/UDN | 818.442 Skallagrímur | 818.442 Kormákur/Hvöt | 818.442 Hamar | 818.442 Félög án barna- og unglingastarfs, 30 félög, fá samtals 1,7 milljónir króna, eða 56.000.- hvert félag. HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig HM-peningarnir skiptast á milli aðildarfélaga sinna en KSÍ greiðir alls 200 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna HM í Rússlandi. Íslenska sambandið fékk mikinn pening vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins sem vann sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna en upphæðin var ákveðin á síðasta ársþingi KSÍ sem fram fór 10. febrúar síðastliðinn. Stjórn KSÍ hefur nú ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga og segir frá skiptingunni á heimasíðu sinni. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum síðastliðin tvö ár eða árin 2017 og 2018. Við úthlutun eftir EM 2016 var miðað við árin 2014 til 2016. Félögunum er skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög í deildarkeppni, sem eru með unglingastarf og hins vegar félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi. Félögin með unglingastarf, sem eru alls 47, fá liðlega 198,5 milljónir króna sem skiptast eftir gefnum stigum sem miðast við stöðu í deildum á áðurnefndu tímabili. Félögum án unglingastarfs, sem eru 30, er úthlutað alls tæplega 1,7 milljónum króna. Aðferðafræðin er því sambærileg því sem viðhöfð var árið 2016. Sjö félög fá hæstu upphæðina eða 7.586.191 milljónir. Þau eru Breiðablik, FH, ÍBV, KR, Stjarnan, Valur og Grindavík. „Þeir fjármunir sem nú skila sér til knattspyrnufélaga á Íslandi skipta aðildarfélögin verulegu máli. Stjórn KSÍ væntir þess að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma,“ segir meðal annars í frétt á heimasíðu KSÍ en skiptingin til félaganna er annars eftirfarandi.HM framlag til aðildarfélaga KSÍ: Breiðablik | 7.586.191 FH | 7.586.191 ÍBV | 7.586.191 KR | 7.586.191 Stjarnan | 7.586.191 Valur | 7.586.191 Grindavík | 7.586.191 Fylkir | 6.729.095 Selfoss | 6.319.874 ÍA | 6.319.874 Haukar | 6.319.874 Keflavík | 6.319.874 KA | 6.319.847 Fjölnir | 6.319.874 Víkingur R. | 6.115.264 Þróttur R. | 5.910.653 ÍR | 5.910.653 Þór Akureyri | 5.501.432 Víkingur Ólafsvík | 5.501.432 HK | 5.296.821 Fram | 4.887.600 Leiknir R. | 4.273.769 Grótta | 3.682.990 Magni | 3.864.548 Njarðvík | 3.864.548 Sindri | 3.682.990 Tindastóll | 3.682.990 Völsungur | 3.273.769 Leiknir F. | 3.134.634 Afturelding | 3.069.158 Höttur | 2.725.412 Fjarðarbyggð | 2.725.412 Huginn | 2.455.327 Vestri | 2.455.327 Einherji | 2.455.327 Víðir | 2.455.327 Þróttur V. | 2.046.105 KF | 1.636.884 Dalvík/Reynir | 1.636.884 Álftanes | 1.636.884 Ægir | 1.636.884 Reynir S. | 1.227.663 KFR | 818.442 Snæfell/UDN | 818.442 Skallagrímur | 818.442 Kormákur/Hvöt | 818.442 Hamar | 818.442 Félög án barna- og unglingastarfs, 30 félög, fá samtals 1,7 milljónir króna, eða 56.000.- hvert félag.
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira