Fótbolti

Ekki nóg að skora með hjólhestaspyrnu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale skorar markið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Gareth Bale skorar markið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerir upp á milli þeirra Cristiano Ronaldo og Gareth Bale í tilnefningum sínum fyrir fallegasta mark 2017-18 tímabilsins.

Báðir skoruðu þeir Ronaldo og Bale frábært mark með hjólhestaspyrnu í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en aðeins annar þeirra fær tilnefningu.

Hjólhestamark Cristiano Ronaldo á móti Juventus er meðal markanna sem eru tilnefnd en hjólhestamark Gareth Bale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar kemst ekki á listann.





Ástæðan er aðallega sú að aðeins eitt mark er tilnefnt úr hverri keppni á vegum UEFA. Fólkið hjá UEFA valdi mark Ronaldo því fram yfir mark Bale þrátt fyrir að leikurinn sem Bale skoraði í væri mun stærri.

Danski stjörnumaðurinn hjá Tottenham, Christian Eriksen, kemst á listann fyrir mark sitt á móti Írlandi í umspili um sæti úrslitakeppni HM.

Franski miðjumaðurinn Dimitri Payet er einnig tilnefndur fyrir mark sitt fyrir Marseille á móti RB Leipzig í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Enska knattspyrnukonan Lucy Bronze skoraði fallegsta markið í Meistaradeild kvenna en það skoraði hún fyrir Lyin í 1-0 sigri á Manchester City.





Barcelona-maðurinn Lionel Messi skoraði fallegasta markið tímabilin 2014-15 og 2015-16 en fallegasta markið tímabilið 2016-17 skoraði Króatinn Mario Mandzukic.

Mark Mario Mandzukic var einmitt bakfallsspyrnu fyrir Juventus á móti Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.  

Hér er hægt að skoða öll mörkin ellefu sem eru tilnefnd að þessu sinni og jafnframt velja hvaða mark þú telur vera fallegast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×