„Þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2018 11:30 Katrín Björk notast við sérstakt spjald til að tjá sig. „Það eru þrjú ár núna 14. júní síðan ég fékk stærsta áfallið, það skildi mig eftir sem 22 ára gamla stelpu sem lifði af stóra heilablæðingu og heilaskurðaðgerð en það þarf meira til að slökkva alla þá drauma, þrár og væntingar sem fylgja bæði mér og aldrinum en þegar ég loksins vaknaði þá hafði ég engan vöðvakraft,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig er að vera 25 ára í bataferli eftir þrjú heilablóðföll. „Fyrstu vikurnar lifði ég í öndunarvél sem dældi ofan í mig öllu því lofti sem ég þurfti á að halda. Á þessum þremur árum hafa svo endalaust margir sigrar unnist þó ég nái ekki enn þá að mynda skiljanleg orð og hafi ekkert jafnvægi og get því hvorki talað né gengið. Þrátt fyrir að ég nái hvorki að tala né ganga án hjálpar frá einhverjum öðrum þá get ég setið við tölvuna og skrifað hjálparlaust niður allar jákvæðar hugsanir, óskir og væntingar mínar.“ Katrín segist skrifa á þann hátt að veikindin eru ekki aðalatriðið. „Ég skrifa bara sem stelpa í blóma lífsins, ég vil með þessum skrifum mínum vera innblástur og sýna fólki að þrátt fyrir að maður sé með hömlur þá geta allir komist þangað sem þeir ætla sér. Ég er 25 ára gömul stelpa sem talar með því að stafa á stafaspjaldi og ég hef svo lítið jafnvægi því nota ég hjólastól, en þrátt fyrir það þá dreymir mig stórt og ég stefni hátt.“Spjaldið sem Katrin Björk notast við til að tjá sig.Katrín Björk GuðjónsdóttirHöggið kom tíu dögum síðar Hún segist hafa verð ósköp venjuleg 21 árs stelpa þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. „Hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft hægra megin í líkamanum. Ég lifði næstu sjö mánuði í kvíðamóðu, dansandi taugaveiklaðan og óttafullan dans við lífið. Þá fékk ég aðra heilablæðingu, hún var svo stór að það þótti undur að ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Katrín sem er búsett á Flateyri. Þá gat hún aðeins hreyft annað augað.Katrín Björk segist muna eftir öllum stundum þegar lífi hennar var bjargað nánast á hverjum degi á sjúkrahúsi.Katrín Björk GuðjónsdóttirFann vöðvana vakna „Ég gat þó hreyft annað augað. Vikurnar í kjölfarið voru erfiðar, líf mitt hékk á bláþræði. Tíu vikum eftir að ég fékk áfallið þá var Reykjavíkurmaraþonið og þar var ótrúlegur samhugur og velvilji. Ég fann allan kraftinn og þetta veitti mér endalausan styrk til að takast á við framhaldið. Í kjölfarið fóru kraftaverkin að gerast. Ég er svo innilega þakklát öllum sem hlupu fyrir Styrktarsjóð Katrínar Bjarkar og öllum sem hétu á hlauparana, það var gífurlegur fjöldi fólks, sem skilaði sjóðnum í fyrsta sæti yfir félög sem styrktu einstaklinga, en þetta er ekki keppni heldur er það hugurinn sem gildir.“ Hún segir að eftir Reykjavíkurmaraþonið á sínum tíma hafi vöðvarnir farið að vakna. „Ég er sannfærð um að krafturinn sem þið veittuð mér hafi haft mikið að segja í því. Þó mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig. Ég er svo innilega þakklát.“ Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Katrín Björk Guðjónsdóttir missti málið eftir að hafa fengið heilablóðfall tvívegis. Hún segir frá því hvernig talmeinafræðingur veitti henni málið á ný. 6. mars 2018 11:28 Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Það eru þrjú ár núna 14. júní síðan ég fékk stærsta áfallið, það skildi mig eftir sem 22 ára gamla stelpu sem lifði af stóra heilablæðingu og heilaskurðaðgerð en það þarf meira til að slökkva alla þá drauma, þrár og væntingar sem fylgja bæði mér og aldrinum en þegar ég loksins vaknaði þá hafði ég engan vöðvakraft,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig er að vera 25 ára í bataferli eftir þrjú heilablóðföll. „Fyrstu vikurnar lifði ég í öndunarvél sem dældi ofan í mig öllu því lofti sem ég þurfti á að halda. Á þessum þremur árum hafa svo endalaust margir sigrar unnist þó ég nái ekki enn þá að mynda skiljanleg orð og hafi ekkert jafnvægi og get því hvorki talað né gengið. Þrátt fyrir að ég nái hvorki að tala né ganga án hjálpar frá einhverjum öðrum þá get ég setið við tölvuna og skrifað hjálparlaust niður allar jákvæðar hugsanir, óskir og væntingar mínar.“ Katrín segist skrifa á þann hátt að veikindin eru ekki aðalatriðið. „Ég skrifa bara sem stelpa í blóma lífsins, ég vil með þessum skrifum mínum vera innblástur og sýna fólki að þrátt fyrir að maður sé með hömlur þá geta allir komist þangað sem þeir ætla sér. Ég er 25 ára gömul stelpa sem talar með því að stafa á stafaspjaldi og ég hef svo lítið jafnvægi því nota ég hjólastól, en þrátt fyrir það þá dreymir mig stórt og ég stefni hátt.“Spjaldið sem Katrin Björk notast við til að tjá sig.Katrín Björk GuðjónsdóttirHöggið kom tíu dögum síðar Hún segist hafa verð ósköp venjuleg 21 árs stelpa þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. „Hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft hægra megin í líkamanum. Ég lifði næstu sjö mánuði í kvíðamóðu, dansandi taugaveiklaðan og óttafullan dans við lífið. Þá fékk ég aðra heilablæðingu, hún var svo stór að það þótti undur að ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Katrín sem er búsett á Flateyri. Þá gat hún aðeins hreyft annað augað.Katrín Björk segist muna eftir öllum stundum þegar lífi hennar var bjargað nánast á hverjum degi á sjúkrahúsi.Katrín Björk GuðjónsdóttirFann vöðvana vakna „Ég gat þó hreyft annað augað. Vikurnar í kjölfarið voru erfiðar, líf mitt hékk á bláþræði. Tíu vikum eftir að ég fékk áfallið þá var Reykjavíkurmaraþonið og þar var ótrúlegur samhugur og velvilji. Ég fann allan kraftinn og þetta veitti mér endalausan styrk til að takast á við framhaldið. Í kjölfarið fóru kraftaverkin að gerast. Ég er svo innilega þakklát öllum sem hlupu fyrir Styrktarsjóð Katrínar Bjarkar og öllum sem hétu á hlauparana, það var gífurlegur fjöldi fólks, sem skilaði sjóðnum í fyrsta sæti yfir félög sem styrktu einstaklinga, en þetta er ekki keppni heldur er það hugurinn sem gildir.“ Hún segir að eftir Reykjavíkurmaraþonið á sínum tíma hafi vöðvarnir farið að vakna. „Ég er sannfærð um að krafturinn sem þið veittuð mér hafi haft mikið að segja í því. Þó mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig. Ég er svo innilega þakklát.“
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Katrín Björk Guðjónsdóttir missti málið eftir að hafa fengið heilablóðfall tvívegis. Hún segir frá því hvernig talmeinafræðingur veitti henni málið á ný. 6. mars 2018 11:28 Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Það getur enginn ímyndað sér hvaða frelsisgjöf þetta var“ Katrín Björk Guðjónsdóttir missti málið eftir að hafa fengið heilablóðfall tvívegis. Hún segir frá því hvernig talmeinafræðingur veitti henni málið á ný. 6. mars 2018 11:28
Biðja til almættisins að Katrín sigrist á áfallinu Vinir og aðstandendur Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, 22 ára stúlku frá Flateyri, hafa stofnað styrktarsjóð henni til stuðnings en Katrín, þrátt fyrir ungan aldur, fékk á dögunum sína aðra heilablæðingu. 7. júlí 2015 17:39