Ásthildur Lóa vill leiða Neytendasamtökin Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2018 17:18 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ásthildur Lóa Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram í embætti formanns Neytendasamtakanna. Áður hafa fjórir tilkynnt um framboð, þeir Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, og Jakob S. Jónsson leiðsögumaður og leikstjóri. Í tilkynningu frá Ásthildi Lóu segir hún að þörfin á sterkum samtökum neytenda hafi sjaldan eða aldrei verið brýnni en núna. „Allur almenningur hefur með einum eða öðrum hætti fundið fyrir aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu á eigin skinni. Við höfum horft á fé flytjast á fárra hendur og fundið fyrir vanmætti okkar gagnvart hækkunum á eldsneyti, tryggingum, vöxtum, verðbótum, leigu, þjónustugjöldum, lyfjakostnaði eða komugjöldum á spítala, svo fátt eitt sé nefnt. Í ákvörðunum stjórnvalda er tekið tillit til hagsmuna stórra fyrirtækja og fjársterkra aðila sem jafnvel eiga sína fulltrúa í ráðum og nefndum, oftar en ekki á kostnað hagsmuna neytenda. Það er mál að linni! Við þurfum öflug Neytendasamtök sem eru óhrædd við að „taka slagi“ til að verja hagsmuni almennings. Ég tel að barátta mín fyrir því að lögboðin réttindi neytenda á fjármálamarkaði séu virt, sýni það og sanni að ég er málefnaleg og rökföst auk þess að vera óhrædd í baráttu við sterkustu öfl þjóðfélagsins. Oft var þörf en nú er nauðsyn, þess vegna býð ég mig fram,“ segir í tilkynningunni. Neytendur Tengdar fréttir Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. 13. ágúst 2018 11:17 Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. 30. júlí 2018 05:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram í embætti formanns Neytendasamtakanna. Áður hafa fjórir tilkynnt um framboð, þeir Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, og Jakob S. Jónsson leiðsögumaður og leikstjóri. Í tilkynningu frá Ásthildi Lóu segir hún að þörfin á sterkum samtökum neytenda hafi sjaldan eða aldrei verið brýnni en núna. „Allur almenningur hefur með einum eða öðrum hætti fundið fyrir aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu á eigin skinni. Við höfum horft á fé flytjast á fárra hendur og fundið fyrir vanmætti okkar gagnvart hækkunum á eldsneyti, tryggingum, vöxtum, verðbótum, leigu, þjónustugjöldum, lyfjakostnaði eða komugjöldum á spítala, svo fátt eitt sé nefnt. Í ákvörðunum stjórnvalda er tekið tillit til hagsmuna stórra fyrirtækja og fjársterkra aðila sem jafnvel eiga sína fulltrúa í ráðum og nefndum, oftar en ekki á kostnað hagsmuna neytenda. Það er mál að linni! Við þurfum öflug Neytendasamtök sem eru óhrædd við að „taka slagi“ til að verja hagsmuni almennings. Ég tel að barátta mín fyrir því að lögboðin réttindi neytenda á fjármálamarkaði séu virt, sýni það og sanni að ég er málefnaleg og rökföst auk þess að vera óhrædd í baráttu við sterkustu öfl þjóðfélagsins. Oft var þörf en nú er nauðsyn, þess vegna býð ég mig fram,“ segir í tilkynningunni.
Neytendur Tengdar fréttir Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. 13. ágúst 2018 11:17 Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. 30. júlí 2018 05:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. 13. ágúst 2018 11:17
Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. 30. júlí 2018 05:45